Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 39

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 39
verk gagnbyltingarmanna — og hefur engu gleymt. Eitt kvöld árið 1919 fékk samstarfsmaður lians hann með sér á fund í kjallara einum. Okunnur verkamaður hélt ræðu. Hann hvattitil stofnunar deildar úr hinum bannaða Kommún- istaflokki til þess að undirbúa uppreisn. Deild- in var stofnuð sama kvöldið. Wassili var kos- inn ritari. Hann var sá eini, sem kunni að lesa og skrifa. — Þannig varð hann meðlimur Kommúnistaflokksins og trúnaðarmaður hans um leið, 18 ára gamall. Vorið 1920 fer hinn ungi ritari flokksdeild- arinnar fyrirskipun um að taka þátt í uppreisn. 28. apríl 1920 hefst uppreisnin í Baku. Undir forystu þeirra Kirows, Ordshonikidse og Mik- ojan sigrar rauði herinn gagnbyltinguna. Verkamenn setjast við forstjóraborð Nobel- félagsins. Olíulindir útlenda auðvaldsins eru þjóðnýttar. Er borgarastyrjöldinni lýkur 1921 fær Jem- eljanow aðstöðu til að ganga á verkfræðiskóla í Moskvu og lýkur prófi 1928 með ágætum. Ilann er síðan sendur utan til framhaldsnáms, verður berklaveikur, sendur á hæli í Krím, læknast og fer aftur utan. Þrjátíu og fjögra ára gamall verður hann forstjóri rafstáliðjuvers í Ural, hins fyrsta sinnar tegundar í Sovétríkjunum. Árið 1937 er hann settur yfir framleiðslu á brynvörðum plötum í bryndreka á landi og sjó. Hann hafði aldrei unnið að því áður, en nú var stríð fram- undan. Og Jemeljanow vann dag og nótt. Hann lagði sitt fram svo Sovétríkin gætu sigrast á villimennsku nazismans. Bandarikin sprengja kjarnorkusprengju 1945. Truman Bandaríkjaforseti segist þá hafa „hamar í hendi“ gegn Rússum. í árslok 1945 er Jemeljanow kallaður til Kreml. Honum er falið, 44 ára að aldri, að byggja upp kjarnorkuiðnað Ráðstjórnarríkj- anna. Prófessor Wassili Jemeljanow hefur nú löngum verið forseti kjarnorkumála Sovétríkj- anna. Ávöxt þess starfs þekkir allur heimur- Jemeljanow í Rauða hernum 1920. 2—4 frá vinstri: Kirov, Orsjonitidse, Mikojan. 219

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.