Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 16

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 16
birgða líta svo á, að framfærslukostnaður þessara hópa sé jafn. Ef við lítum svo á for- eldra sem tvo jafnábyrga framfarendur, væri hægt að telja 50% eðlilega hlutfallstölu fyrir það barn, sem aðeins nýtur annars foreldris síns, en 100% ef barnið nýtur hvorki fram- færslu föður né móður. En það var enginn slíkur prósentureikning- ur sem réði upphæð barnalífeyris,þegar trygg- ingalögin voru sett árið 1946 — heldur skiln- ingurinn á fjárþörf einstæðra mæðra og barna þeirra. Sá skilningur ætti einnig að nægja okkur 20 árum síðar til þess að bæta hag þessa hóps í stað þess að þrengja hann miðað við aðra bótaþega. Auðvitað þurfum við einnig hér á rýmri lagaheimildum að halda, heimildum til að greiða meira en einfaldan lífeyri, ef þörf kref- ur auk annarrar aðstoðar við hinn stóra hóp einstæðra mæðra og barna þeirra, en brýnast mun í svipinn að koma upp mæðraheimilum þar sem athvarfslitlar einstæðar mæður geta búið með börn sín og stundað vinnu eða nám. Einnig væri mikil ástæða til að heimila greiðslu barnalífeyris fram yfir 16 ára aldur, ef unglingurinn er við nám, til þess að veita börnum einstæðra foreldra sem sambærileg- astar aðstæður við önnur börn, til þess að afla sér þeirrar þekkingar, sem í æ ríkari mæli er að verða skilyrði fyrir sæmilegri afkomu. Til réttinda barna má einnig að lokum telja fjölskyldubætur, en þær eru sem kunnugt er nánast dýrtíðarniðurgreiðsla og því annars eðlis en venjulegar tryggingar. Greidd er sama upphæð vegna allra barna, hverjar sem fjöl- skylduástæður þeirra eru. 196

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.