Réttur


Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 13

Réttur - 01.11.1967, Blaðsíða 13
RÉTTUR ÖRYRKJA Fólk á aldrinum 16—67 ára, sem að mati tryggingayfirlæknis hefur misst 75% starfs- orku sinnar eða meira, á rétt á lífeyri, sem er í krónutali jafnhár ellilífeyri eða kr. 3.065,00 á mánuði (í febr. 1968). Það verður því engin breyting á högum öryrkjans, þegar hann kemst á ellilaunaaldur; aðeins nafnið á þeirri greiðslu, sem hann fær, breytist úr örorkulíf- eyri í ellilífeyri. Sé örorka metin undir 75% á hlutaðeigandi ekki ótvíræðan rétt á greiðslu frá Ahnannatryggingunum, en Trygginga- stofnuninni er þó heimilt að verja 10% af þeirri upphæð, sem fer í örorkubætur til þess að greiða þeim öryrkjum, sem misst hafa 50— 75% starfsorku sinnar, styrki. Ororkulífeyririnn kr. 3.065,00 á mánuði er auðvitað stoð fyrir þá, sem þrátt fyrir örorku geta unnið fyrir einhverjum tekjum, en hann nægir engum til framfæris. Ef sýnt þykir að öryrki geti með engu móti komist af án frek- ari aðstoðar, er heimilt að hækka lífeyri hans og getur þá orðið um allt að tvöföldun styrks- ins að ræða. Sú upphæð sem ráðstafa má til uppbóta á elli- og örorkulífeyri er þó takmörkuð við 10% af þeirri upphæð, sem fer í almennan elli- og örorkulífeyrir. Uppbótargreiðslan er einnig háð því skilyrði að samkomulag náist við hlut- aðeigandi sveitarstjórn, sem gert er að greiða 2/5 uppbótarinnar. Sé öryrki giftur er heimilt að greiða maka hans allt að 80% lífeyrisupp- hæðar eða kr. 2.452,00 á mánuði og getur þar verið um nokkra hjálp að ræða fyrir illa stæð heimili. Hafi öryrkinn börn á framfæri á hann rétt á barnalífeyri, sem nemur 1.344,00 fyr- ir hvert barn. Þessi réttur er þó því aðeins ó- tvíræður að það sé faðir barnsins, sem er ör- yrki. Sé móðirin hins vegar öryrki, hefur lög- gjafinn fyrirvara á um greiðslu lífeyris vegna barnsins. Ljóst er að innan ramma þessara lagaá- kvæða, sem gilda um öryrkja og fjölskyldur þeirra, er ekki hægt að sjá þeim öryrkjum far- horða, sem hvorki geta stuðzt við tekjur af vinnu, arð af eignum né aðstoð fjölskyldu. Það kemur því enn í hlut sveitarfélaga að veita framfærslustyrki við hlið trygginganna. Eðli- legra virðist þó vera, að Almannatryggingarn- ar hefðu einar með framfærslumál bótaþega sinna að gera og fengju rýmri heimildir til þess að veita uppbætur og aðstoð, t. d. með útvegun vinnu og húsnæðis. Brýnasta þörfin fyrir marga öryrkja er þó vafalítið þjálfun til nýrra starfa og umönnun þar til nægjanlegri hreysti og öryggi er náð til þess að vera hlut- gengur í lífinu. Að þessari mikilvægu endur- hæfingu vinna nú þegar félög öryrkjanna sjálfra og eru þau vafalaust vel hæfir fram- kvæmdaaðilar, en ríkið þarf að veita mun meira fé til þessarar starfsemi, hvort sem það fé kæmi gegnum tryggingakerfið eða sem beint framlag ríkissjóðs. RÉTTUR BARNA í sextándu grein tryggingalaganna er svo kveðið á að greiddur skuli lífeyrir með harni til 16 ára aldurs, ef faðir þess er látinn eða öryrki. Lífeyrir þessi er í febrúar 1968 kr. 1.344,00 á mánuði. Sé það hins vegar móðirin, sem er látin eða öryrki bregður svo kynlega við að ekki er skylt að greiða lífeyri með harninu, heldur er tryggingaráði falið að meta það hverju sinni, hvort framlag móð- urinnar til uppeldis barnsins, hafi verið þess virði — í peningum mælt — að rétt sé að greiða með því lífeyri, þegar starfskrafta henn- ar nýtur ekki lengur við. Það er næsta furðulegt nú á jafnréttisöld- inni að ekki skuli litið á báða foreldrana, sem jafnábyrga aðila að framfærzlu barnsins og bælur greiddar, ef annars hvors þeirra nýtur 193

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.