Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 8
lista ásamt Alþýðuflokki og Sjálfstæðis-
flokki. Listinn fékk meirihluta atkvæða
— 56,5% — þrjá menn kjörna. Svein-
björn Jónsson er okkar maður í meiri-
hlutanum.
í Bolungarvík vannst verulegur kosn-
ingasigur. Þar bauð Alþýðubandalagið í
fyrsta sinn fram 1982 og fékk þá kosinn
Kristin H. Gunnarsson. Hann hefur verið
einn í minnihluta bæjarstjórnarinnar á
liðnu kjörtímabili og hefur staðið sig frá-
bærlega vel að allra mati. Niðurstaðan nú
varð því sú að G-listinn meira en tvöfald-
aði fylgi sitt, bætti við sig 18,1 %-stigi og
einum bæjarfulltrúa og vantaði aðeins 4
atkvæði frá íhaldinu til þess að ná þeim
þriðja! Með þessum úrslitum; 31,3% at-
kvæða verður Alþýðubandalagið í Bol-
ungarvík með þriðja hæsta hlutfall yfir
landið. Nýr bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í Bolungarvík er Þóra Hansdóttir.
Hér hafa því verið taldir á Vestfjörðum
fjórir sveitastjórnarmenn í þremur byggð-
arlögum.
Norðurland vestra
Á Norðurlandi vestra bauð Alþýðu-
bandalagið fram á 5 þéttbýlisstöðum.
Fyrst er að telja kaupstaðina:
Á Siglufirði fékk Alþýðubandalagið
nákvæmlega 25% atkvæða og tvo bæjar-
fulltrúa kjörna þau Sigurð Hlöðversson
og Brynju Svavarsdóttur. Það er óbreytt
fulltrúatala frá síðasta kjörtímabili.
Á Sauðárkróki fékk G-listinn líka einn
bæjarfulltrúa; það er Anna Kristín Gunn-
arsdóttir og hefur hún ekki setið í bæjar-
stjórn áður. Atkvæðahlutfall G-listanna í
báðum kaupstöðunum stóð nokkurn veg-
inn í stað frá síðustu kosningum.
Annað var uppi á teningnum á Hvamms-
tanga. Par hlaut G-listinn 28,4% atkvæða
og bætti við sig hreppsnefndarmanni
þannig að þar eru nú tveir fulltrúar Al-
þýðubandalagsins þau Matthías Halldórs-
son og Elísabet Bjarnadóttir.
Á Blönduósi stóð Alþýðubandalagið
fyrir K-lista og hlaut hann 23,6% atkvæða
og tvo menn kjörna, þau Guðmund Theó-
dórsson og Kristínu Mogensen.
G-listinn á Skagaströnd fór einnig yfir
20% atkvæða og skilaði alls 22,2%, en
einum manni í hreppsnefnd Guðmundi
H. Sigurðssyni.
Samtals eru sveitarstjórnarmenn þess-
ara lista í Norðurlandskjördæmi vestra 7
talsins.
Norðurlandskjördæini eystra
í þremur af fjórum kaupstöðum á
Norðurlandi eystra bætti Aljí)ýðubanda-
lagið við sig manni, en í Ólafsfirði tapað-
ist meirihluti vinstrimanna naumlega og
munaði sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins á Ólafsfirði er Björn
Valur Gíslason og hefur hann ekki setið í
bæjarstjórn áður.
Á Dalvík kom fram G-listi undir nafn-
inu Alþýðubandalagið og vinstri menn.
Listinn fékk 200 atkvæði eða 24,8% sem
reyndist vera aukning um 7,5 prósentu-
stig. Bæjarfulltrúar listans eru Svanfríður
Jónasdóttir, sem hefur áður verið í bæjar-
stjórn eitt kjörtímabil og Jón Gunnars-
son. Á Dalvík féll meirihluti Framsókn-
ar; Framsókn hafði 4 bæjarfulltrúa en
hefur nú 2.
Á Akureyri bætti Alþýðubandalagið
verulega við sig eða 6,7% atkvæða og fór
í 19,8% og 1.406 atkvæði og tvo bæjar-
fulltrúa. Sigríður Stefánsdóttir situr í
bæjarstjórn áfram og Heimir Ingimarsson
kemur nýr inn í bæjarstjórn.
Á Húsavík bætti Álþýðubandalagið við
sig bæjarfulltrúa og er stærsti flokkurinn í
bænum með 3 menn í bæjarstjórn og
120