Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 8

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 8
lista ásamt Alþýðuflokki og Sjálfstæðis- flokki. Listinn fékk meirihluta atkvæða — 56,5% — þrjá menn kjörna. Svein- björn Jónsson er okkar maður í meiri- hlutanum. í Bolungarvík vannst verulegur kosn- ingasigur. Þar bauð Alþýðubandalagið í fyrsta sinn fram 1982 og fékk þá kosinn Kristin H. Gunnarsson. Hann hefur verið einn í minnihluta bæjarstjórnarinnar á liðnu kjörtímabili og hefur staðið sig frá- bærlega vel að allra mati. Niðurstaðan nú varð því sú að G-listinn meira en tvöfald- aði fylgi sitt, bætti við sig 18,1 %-stigi og einum bæjarfulltrúa og vantaði aðeins 4 atkvæði frá íhaldinu til þess að ná þeim þriðja! Með þessum úrslitum; 31,3% at- kvæða verður Alþýðubandalagið í Bol- ungarvík með þriðja hæsta hlutfall yfir landið. Nýr bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Bolungarvík er Þóra Hansdóttir. Hér hafa því verið taldir á Vestfjörðum fjórir sveitastjórnarmenn í þremur byggð- arlögum. Norðurland vestra Á Norðurlandi vestra bauð Alþýðu- bandalagið fram á 5 þéttbýlisstöðum. Fyrst er að telja kaupstaðina: Á Siglufirði fékk Alþýðubandalagið nákvæmlega 25% atkvæða og tvo bæjar- fulltrúa kjörna þau Sigurð Hlöðversson og Brynju Svavarsdóttur. Það er óbreytt fulltrúatala frá síðasta kjörtímabili. Á Sauðárkróki fékk G-listinn líka einn bæjarfulltrúa; það er Anna Kristín Gunn- arsdóttir og hefur hún ekki setið í bæjar- stjórn áður. Atkvæðahlutfall G-listanna í báðum kaupstöðunum stóð nokkurn veg- inn í stað frá síðustu kosningum. Annað var uppi á teningnum á Hvamms- tanga. Par hlaut G-listinn 28,4% atkvæða og bætti við sig hreppsnefndarmanni þannig að þar eru nú tveir fulltrúar Al- þýðubandalagsins þau Matthías Halldórs- son og Elísabet Bjarnadóttir. Á Blönduósi stóð Alþýðubandalagið fyrir K-lista og hlaut hann 23,6% atkvæða og tvo menn kjörna, þau Guðmund Theó- dórsson og Kristínu Mogensen. G-listinn á Skagaströnd fór einnig yfir 20% atkvæða og skilaði alls 22,2%, en einum manni í hreppsnefnd Guðmundi H. Sigurðssyni. Samtals eru sveitarstjórnarmenn þess- ara lista í Norðurlandskjördæmi vestra 7 talsins. Norðurlandskjördæini eystra í þremur af fjórum kaupstöðum á Norðurlandi eystra bætti Aljí)ýðubanda- lagið við sig manni, en í Ólafsfirði tapað- ist meirihluti vinstrimanna naumlega og munaði sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins á Ólafsfirði er Björn Valur Gíslason og hefur hann ekki setið í bæjarstjórn áður. Á Dalvík kom fram G-listi undir nafn- inu Alþýðubandalagið og vinstri menn. Listinn fékk 200 atkvæði eða 24,8% sem reyndist vera aukning um 7,5 prósentu- stig. Bæjarfulltrúar listans eru Svanfríður Jónasdóttir, sem hefur áður verið í bæjar- stjórn eitt kjörtímabil og Jón Gunnars- son. Á Dalvík féll meirihluti Framsókn- ar; Framsókn hafði 4 bæjarfulltrúa en hefur nú 2. Á Akureyri bætti Alþýðubandalagið verulega við sig eða 6,7% atkvæða og fór í 19,8% og 1.406 atkvæði og tvo bæjar- fulltrúa. Sigríður Stefánsdóttir situr í bæjarstjórn áfram og Heimir Ingimarsson kemur nýr inn í bæjarstjórn. Á Húsavík bætti Álþýðubandalagið við sig bæjarfulltrúa og er stærsti flokkurinn í bænum með 3 menn í bæjarstjórn og 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.