Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 23

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 23
aður til þess að vekja menn til hugsunar.“ (Grein þessi er samkvæmt þessu bréfi ranglega eignuð Þórólfi í efnisyfirliti 7. - 10. árgangs). En Þórólfur segir: „Auðvitað skal eg taka það fram um pistilinn, af því þú vildir að eg skrifaði þér um hann, að hann þolir ekki sterka „krítik“, er eins og þú segir fullyrðingar. Rökstuðningurinn þarf að koma í annari grein á eftir. — Það sem eg set einkum út á er að fullyrðingarnar eru einkum miðaðar við erlenda staðhætti; vantar að til- greind séu innlend dæmi og staðhættir. Eg er farinn að sannfærast um það á stælum við menn að túlkun og skýringar á Georgismanum þarf að miðast við innlenda staðhætti, til þess að vera heyrð og tekin gild.“ Um viötökur RÉTTAR fer fáum orð- um hér, aðeins skal tekið eitt dæmi. Það er Klettafjallaskáldið, Stephan G. Step- hansson, sem skrifar vestan um haf í ódagsettu bréfi, að líkindum skömmu eft- ir heimsókn hans hingað til lands 1917: „Mér hefir ávalt þótt vænt um „Rétt“ ykkar af því hann er svo framsýnn í ýmsar áttir. Mér er við fátt ver en nærsýnina í nútíð og framtíð. Hún finnst mér upphaf allrar ágirndar, sem sögð er að vera rót als ills.“ Þórólfur hafði skrifað með öðrum ár- gangi tímaritsins nokkur orð til lesenda °g ræðir þar um útgáfuna. Þar sagði hann í lokin: „Tímaritið hefir ekkert gert til þess að afla sér gengis með auglýsingum, né öðrum famboðs- meðulum, þrátt fyrir ýmsa örðugleika og dýrtíð — og lítið reynt til að vera sér úti um meðmæli blaða og tímarita. En það vill afla sér útbreiðslu °g vina með því efni, sem það hefir á boðstól- um. Þegar innihaldið getur eigi orðið því til lengra lífs og gengis, telur það sig eigi hafa neinn tilverurétt, og mun þá eigi beita öðrum lyfjum til þess.“ Árið 1925 liöfðu aðstæður Þórólfs breyst eins og áður er getið, og hann ákvað að Selja ritið, svo sem Einar Olgeirsson rek- Ur í grein sinni. „Fyrir 40 árum". Þær hafa vafalítið fremur verið orsök þess að hann sagði skilið við þetta barn sitt en sú að hann teldi það ekki hafa neinn tilverurétt framar. Miklu fremur verður að álíta að hann hafi talið sig vera að tryggja fram- haldslíf þess, svo sem raunin hefur orðið á. Fá orð hafa í þessari grein verið höfð um persónu Þórólfs í Baldursheimi, enda fer þeim nú fækkandi sem muna hann vel eða voru samstarfsmenn hans. Einar Olgeirsson og Jónas Jónsson draga þó upp myndir af honum í fáum dráttum í þeim greinum sem hér hefur verið vitnað til. En lokaorðin í þessari grein verða tek- in upp úr bréfi frá Stefáni G., líklega því fyrsta sem hann skrifar Þórólfi, 17. janúar 1916: „Svo þakka eg það sem eg enn á óþakkað í bréfi þínu, hversu blátt fram og kunnuglega þú kemur til mín. Eg held að ekkert annað ætti að kallast „manna siður“.“ HEIMILDIR: Einar Olgeirsson: „Fyrir 50 árum“. Réttur. 48. ár- gangur, 4. hefti, 1965. „Fyrir 40 árum“. Réttur, 49. árgangur, 2. hefti, 1966. Jónas Jónsson: „Þórólfur Sigurðsson". Tíminn, 45. tbl., 24. árg., 18. júní 1940. Ólafur Jens Pétursson: „Henry George og „einfaldi skatturinn“.“ Andvari, 90. árg. 1. og 2. hefti, 1965. Réttur, 1. - 10. árgangur, 1915 - 25. BRÉF: Bréfasafn Þórólfs Sigurðssonar, í vörslu Sigurðar H. Þórólfssonar, Arnartanga 13, Mosfellssveit. Bréf frá Þórólfi og fleirum á handritadeild Lands- bókasafns. — Lbs. 4419 4to og 4954 4to. Bréf frá Þórólfi Sigurðssyni, Sigurði Jónssyni og fleirum í Héraðsskjalasafni S.-Þingeyinga á Húsavík. Auk þess stuðst við munnlegar frásagnir úr Mý- vatnssveit, einkum eftir Katli Þórðarsyni í Bald- ursheimi, systursyni Þórólfs. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.