Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 33

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 33
Skúli Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum Æviminning og kveðja Með Skúla Guðjónssyni er fallinn í valinn einn besti fulltrúinn, sem sósíalism- inn hefur átt í íslenskri bændastétt, og rithöfundur af sérstakri gerð, sem stund- um nær í einstökum greinum sínum hátindi þess, sem ritað hefur verið á íslenskri tungu á þessu sviði, svo sem í greininni „Tveir á báti“, einstakri í sinni röð vegna hvortveggja í senn „humors“ þess sem yfir greininni hvílir og hins djúpa skilnings á mannlífinu, er bak við býr. Skúli var fæddur 30. janúar 1903 að Ljótunnarstöðum í Hrútafirði. Hann kvæntist 1936 Þuríði Guðjónsdóttur frá Heylæk. Hófu þau búskap á Ljótunnar- stöðum, en Þuríður andaðist 1963. Skúli varð fyrir þeirri ógæfu að missa sjónina 1946, en við þeim mikla missi brást hann með einstæðum hetjuskap. Reit hann síðan á blindraritvél allt til dauðadags, 21. júní 1986. Skúli hóf snemma afskipti sín af þjóð- félagsmálum, bæði að rita og reyna að skipuleggja menn til baráttu fyrir sósíal- isma. Einhver fyrsta grein, sem ég þekki eftir hann er „Jósafat og Jukki“ í 2. hefti Rétt- ar 1934, þessi vægðarlausa, en leiftrandi snjalla skilgreining á stéttaskiptingunni á Islandi. Og síðan rekur hver greinin aðra, — og seinna hver bókin aðra. Hitt er almenningi minna kunnugt hver skipulagsstörf hann vann í þjónustu hins góða málstaðar, sósíalismans, og skal hér nokkuð frá því starfi greint. Arið 1933, þann 22. júlí stofnar hann „Félag róttækra alþýðumanna“ að Borð- eyri. Er í lögum þess ákveðið að „tilgang- ur félagsins sé að glæða stéttarvitund al- þýðu og kynna sósíalismann.“ Ennfremur segir að breyta megi félaginu í deild úr Kommúnistaflokki íslands, ef samþykkt sé á tveimur félagsfundum í röð. Félagssvæðið er Bæjarhreppur. Skúli setti fundinn og tilnefndi Guðmund Ben- onýsson Laxárdal sem fundarstjóra, en ritari var Friðbjörn Benonýsson, Laxár- dal. Auk þessara voru stofnendur: Guð- mundur Sigfússon, Stóru Hvalsá, Hjörtur Guðjónsson, Ljótunnarstöðum, Ólafur Pórðarson, Hrafnadal, Guðmundur Þórðarson, Bæ, Steingrímur Sigfússon, Bæ, Jón Kristjánsson, Hjörseyri, Jónatan Einarsson, Borðeyri, og Jónas Benonýs- son, Borðeyri. Og á næsta fundi bættust 3 félagar við: Björn Kristmundsson, Borð- eyri, Ólafur Stefánsson, Kolbeinsá og Lárus Sigfússon, Stóru Hvolsá. — Björn varð formaður Verkalýðsfélagsins á Borðeyri, er átti í hinni sögulegu og hörðu deilu 1934. 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.