Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 56

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 56
þá hækkunar raunlauna þegar til lengri tíma er litið; 2) Önnur meginforsenda uppsveiflunnar sem kom í kjölfarið á Heimskrepp- unni miklu var stórlækkað orkuverð sem bæði var forsenda fjöldafram- leiðslu taylorismans og fjöldaneyslu. Undirstaðan var lækkun olíuverðs og rafmagnsverðs. Ódýr olía frá Mexíkó, Venesúela og arabaríkjunum skipti sköpum. Olíuverð á heimsmarkaði lækkaði úr 1,35 dollar fyrir tunnuna að meðaltali á tímabilinu 1926-30 í 0,83 dollara 1931-35. í Bandaríkjunum lækkaði raforkuverð að raunvirði um 31% á tímabilinu 1902-28. Þessi þró- un var einkennandi á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina; 3) Hin ódýra orka var forsenda hinnar orkufreku færibandaframleiðslu og orkufrekrar efnaframleiðslu sem þró- aðist hratt á eftirstríðsárunum. En hún var einnig forsenda útbreiðslu orkufrekrar neyslu sem einkum var í formi útbreiðslu einkabílsins og „hvítra neysluvara" eða heimilistækja. Nýir markaðir og ný tækni leiddu ein- nig til „margföldunaráhrifa“ því nýjar þjónustu- og framleiðslugreinar tengdar þeim sköpuðu ný atvinnutæki- færi og tímabilið eftir seinni heims- styrjöldina einkenndist af hlutfallslega miklum gróða fyrirtækja, hækkandi raunlaunum og lágmarks atvinnuleysi; 4) Arðrán Vesturlanda og auðhringa þeirra á fyrrverandi nýlendum í þró- unarlöndunum var einnig mikilvæg forsenda þenslunnar á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta arðrán var byggt á ný-nýlendustefn- unni og var annars vegar í formi lang- tíma ójafnra viðskiptakjara — eða m.ö.o. verð framleiðslu landa þriðja heimsins hækkaði ekki jafn hratt og verð þeirra iðnaðarvara sem þau fluttu inn frá iðnríkjum Vesturlanda — og hins vegar í formi gróða vestrænna fjölþjóðafyrirtækja. Á tímabilinu 1951-66 runnu t.d. 26.4 milljarðar Bandaríkjadala frá Rómönsku-Amer- íku til Vesturlanda í formi ójafnra við- skiptakjara, en það var helmingi hærri upphæð en sá gróði sem vestræn fyrir- tæki numu á brott (Mandel); 5) Þensluskeiðið náði sínu hámarki á seinni hluta sjöunda áratugarins þegar dró úr útbreiðslu hinnar nýju tækni og margföldunaráhrifum í efnahagslíf- inu. Um leið komu fram frjóangar þeirrar framtíðartækni sem verður forsenda væntanlegrar, nýrrar upp- sveiflu á tíunda áratugnum, þ.e. tölvu-, fjarskipta- og líftækni. Þegar þenslu- skeiðið og útbreiðsla hinnar nýju tækni hafði náð hámarki harðnaði samkeppnin jafnt á heimamarkaði sem heimsmarkaði og gróðahlutfall fyrirtækjanna tók að lækka. Rann- sóknir og þróunarstarfsemi urðu nú stöðugt mikilvægari í samkeppni fyrir- tækjanna en beindust í stöðugt ríkari mæli að þróun framleiðslutækni sem jók framleiðni þeirrar framleiðslu sem þegar var fyrir hendi (Rothwell/ Zegweld). Þar sem tækninýjungar bættu framleiðsluferlið í verksmiðjun- um en sköpuðu ekki ný grundvallandi framleiðslusvið og alurðir, urðu þær ekki til þess að skapa nýtt þensluskeið og nýja möguleika fyrir auðmagns- upphleðslu fyrirtækjanna; 6) Verkalýðshreyfing Vesturlanda, sér- staklega Evrópu, var sterk í lok heimsstyrjaldarinnar, enda hafði sam- starf atvinnurekenda og ríkisvalds við hana verið mikilvægt í ríkjum Banda- 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.