Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 50

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 50
niður launþegahreyfinguna. Tilraunin hefur mistekist. Fylgi íhaldsflokksins hef- ur minnkað um nærfellt 40% síðan í kosningunum 1983. Fylgishrun Ihalds- flokksins stafar vafalaust af þeim gífur- legu félagslegu vandamálum sem stjórn- arstefnan hefur skapað, en fylgishrunið stafar einnig af því að almenningur gerir sér æ betur grein fyrir því að efnahags- stefnan hefur brugðist. Það sem meira er, enn ein meginforsenda mónetarismans, staðfestureglan eða trúin á hinn sterka leiðtoga er að bresta. Þetta á ekki síst við um borgarastéttina (þ.e. atvinnurekend- ur, forstjóra og fylgifiska þeirra meðal stjórnmála- og embættismanna). Sinna- skipti borgarastéttarinnar sjást ekki aðeins af uppreisn ýmissa íhaldsþingmanna gegn Thatcher og Michael Fleseltines fyrrver- andi varnarmálaráðherra Thatchers sem opinskátt boðar „stefnu mennsks auð- valdskerfis“ (caring capitalism) og virk- ara samstarf ríkisins og fyrirtækja í fjár- festingum. Sinnaskipti borgarastéttarinn- ar má einnig ráða af skoðanakönnunum Marplan undanfarna mánuði í tengslum við aukakosningar til breska þingsins. Þar kemur fram að íhaldsflokkurinn hefur nú minna en 50% fylgis í svonefndri AB- stétt (þ.e. stétt sérfræðinga stjórnenda fyrirtækja og stofnana). Fylgishrun íhaldsflokksins í þessari stétt hefur alfar- ið færst yfir til Bandalags frjálslyndra og sósíal-demókrata. Verkamannaflokkur- inn hefur aðeins 14% fylgis í þessari stétt (Guardian 10. apríl 1986). En hverjareru þá ástæður gjaldþrots öfgastefnu nýfrjáls- hyggjunnar í efnahagsmálum? Ástæður gjaldþrots öfgastefnu nýfrjálshyggjunnar Thatcher hefur gjarnan vísað til tveggja röksemda fyrir hrakfarastefnu sinni: annars vegar að hávaxtastefna Reagans (sem gífurlegar lántökur Banda- ríkjastjórnar vegna fjárlagahallans skapa) komi illa niður á bresku efnahags- lífi; hins vegar segir hún að árangur stefnu sinnar komi ekki fram fyrr en eftir langan tíma. Fyrri röksemdin er augljós- lega út í hött eins og sést af samanburðin- urn við lönd OECD hér að ofan. Bretland kemur ver út en meðaltalið en hávaxta- stefna Reagans hefur komið niður á öll- um OECD-löndunum. Seinni röksemdin er óraunsæ eins og sést af minnkandi framleiðni bresks iðnaðar og samdrætti í fjárfestingum í nýrri tækni og iðnaðinum. Þessi samdráttur er enn alvarlegri þegar fjárfestingar í helstu samkeppnislöndun- um eru hafðar í huga. í þessu samhengi er rétt að bæta því við að atvinnuleysið verður ekki rakið til aukinnar sjálfvirkni eða tæknibyltingar í iðnaðinum því fram- leiðni hefur minnkað eins og sýnt var fram á að ofan. Ástæður gjaldþrots efnahagsstefnunn- ar eru þessar: 1) efnahagsstefnan er byggð á óraunsæj- um hagfræðikenningum sem leiða til óraunsærrar efnahagsstefnu; 2) áratuga hnignun bresks iðnaðar krefst enn virkari fjárfestinga- og nýsköpun- arstefnu ríkisvaldsins en í samkeppnis- löndunum; 3) aðstæður á alþjóðamörkuðum, útþensla fjölþjóðlegra auðhringa, virkt sam- starf ríkis og fyrirtækja í samkeppnis- löndunum og tækniþróun vísa draum- sýnum einfeldnislegrar markaðshyggju nýfrjálshyggjunnar á bug. Óraunsæjar hagfræðikenningar Efnahagsstefnan byggir á svonefndum ný-klassískum hagfræðikenningum sem peningamagnskenningar eru dæmi um. I 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.