Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 50

Réttur - 01.08.1986, Side 50
niður launþegahreyfinguna. Tilraunin hefur mistekist. Fylgi íhaldsflokksins hef- ur minnkað um nærfellt 40% síðan í kosningunum 1983. Fylgishrun Ihalds- flokksins stafar vafalaust af þeim gífur- legu félagslegu vandamálum sem stjórn- arstefnan hefur skapað, en fylgishrunið stafar einnig af því að almenningur gerir sér æ betur grein fyrir því að efnahags- stefnan hefur brugðist. Það sem meira er, enn ein meginforsenda mónetarismans, staðfestureglan eða trúin á hinn sterka leiðtoga er að bresta. Þetta á ekki síst við um borgarastéttina (þ.e. atvinnurekend- ur, forstjóra og fylgifiska þeirra meðal stjórnmála- og embættismanna). Sinna- skipti borgarastéttarinnar sjást ekki aðeins af uppreisn ýmissa íhaldsþingmanna gegn Thatcher og Michael Fleseltines fyrrver- andi varnarmálaráðherra Thatchers sem opinskátt boðar „stefnu mennsks auð- valdskerfis“ (caring capitalism) og virk- ara samstarf ríkisins og fyrirtækja í fjár- festingum. Sinnaskipti borgarastéttarinn- ar má einnig ráða af skoðanakönnunum Marplan undanfarna mánuði í tengslum við aukakosningar til breska þingsins. Þar kemur fram að íhaldsflokkurinn hefur nú minna en 50% fylgis í svonefndri AB- stétt (þ.e. stétt sérfræðinga stjórnenda fyrirtækja og stofnana). Fylgishrun íhaldsflokksins í þessari stétt hefur alfar- ið færst yfir til Bandalags frjálslyndra og sósíal-demókrata. Verkamannaflokkur- inn hefur aðeins 14% fylgis í þessari stétt (Guardian 10. apríl 1986). En hverjareru þá ástæður gjaldþrots öfgastefnu nýfrjáls- hyggjunnar í efnahagsmálum? Ástæður gjaldþrots öfgastefnu nýfrjálshyggjunnar Thatcher hefur gjarnan vísað til tveggja röksemda fyrir hrakfarastefnu sinni: annars vegar að hávaxtastefna Reagans (sem gífurlegar lántökur Banda- ríkjastjórnar vegna fjárlagahallans skapa) komi illa niður á bresku efnahags- lífi; hins vegar segir hún að árangur stefnu sinnar komi ekki fram fyrr en eftir langan tíma. Fyrri röksemdin er augljós- lega út í hött eins og sést af samanburðin- urn við lönd OECD hér að ofan. Bretland kemur ver út en meðaltalið en hávaxta- stefna Reagans hefur komið niður á öll- um OECD-löndunum. Seinni röksemdin er óraunsæ eins og sést af minnkandi framleiðni bresks iðnaðar og samdrætti í fjárfestingum í nýrri tækni og iðnaðinum. Þessi samdráttur er enn alvarlegri þegar fjárfestingar í helstu samkeppnislöndun- um eru hafðar í huga. í þessu samhengi er rétt að bæta því við að atvinnuleysið verður ekki rakið til aukinnar sjálfvirkni eða tæknibyltingar í iðnaðinum því fram- leiðni hefur minnkað eins og sýnt var fram á að ofan. Ástæður gjaldþrots efnahagsstefnunn- ar eru þessar: 1) efnahagsstefnan er byggð á óraunsæj- um hagfræðikenningum sem leiða til óraunsærrar efnahagsstefnu; 2) áratuga hnignun bresks iðnaðar krefst enn virkari fjárfestinga- og nýsköpun- arstefnu ríkisvaldsins en í samkeppnis- löndunum; 3) aðstæður á alþjóðamörkuðum, útþensla fjölþjóðlegra auðhringa, virkt sam- starf ríkis og fyrirtækja í samkeppnis- löndunum og tækniþróun vísa draum- sýnum einfeldnislegrar markaðshyggju nýfrjálshyggjunnar á bug. Óraunsæjar hagfræðikenningar Efnahagsstefnan byggir á svonefndum ný-klassískum hagfræðikenningum sem peningamagnskenningar eru dæmi um. I 162

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.