Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 42

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 42
Efnahagsstefnan hefur mistekist Ofan á félagslegu vandamálin og þá mannlegu eymd sem stjórnarstefnan hef- ur skapað, bætast efnahagsleg vandamál, sem þó voru ærin fyrir vegna langtíma hnignunar bresks iðnaðar. Síðan 1979 hefur hagvöxtur aukist að meðaltali um aðeins 1%, þ.e. lægsta hlutfáll á einu stjórnartímabili síðan eftir seinni heims- styrjöldina (hafa verður þó í huga að um helmingur þessarar aukningar er vegna olíuframleiðslu í Norðursjónum og ber því ekki að þakka stefnu Thatchers). Þó hagvöxtur sé mikilvægur mælikvarði á stjórnarstefnur þá er samanburður við önnur OECD-lönd (Efnahags- og fram- farastofnunin) og þróun samkeppnis- stöðu á alþjóðamarkaði vafalaust mikil- vægasti mælikvarðinn. Slíkur samanburð- ur er Thatcher ekki hagstæður. Á tíma- bilinu 1979-84 jókst landsframleiðsla í OECD-löndum að jafnaði þrefalt hraðar en á Bretlandi: Þar var aukningin 0,7% en 2,1% í OECD-löndum (sjá töflu hér að neðan). Atvinnuleysi á Bretlandi hef- ur aukist meira í tíð Thatcher en í öðrum OECD-löndum eða úr 5,7% 1979 í 13,2% 1985. í OECD-löndum jókst at- vinnuleysið að meðaltali úr 5,1% í 8,1% á sama tíma. Samanburðurinn er einnig óhagstæður með tilliti til verðbólgu, en um hana verður fjallað sérstaklega síðar í grein þessari. Minnkandi framleiðni í iðnaði Óhagstæðum samanburði má enn halda áfram. Þegar litið er á fjárfestingar í iðnaði og þróun framleiðni í iðnaði sést skýrast hversu mjög öfgastefnu nýfrjáls- hyggjunnar hefur mistekist. Fjárfestingar í nýrri tækni í iðnaði eru mikilvægasti þátturinn í bættri samkeppnis- stöðu iðnaðarins á heimsmarkaði í fram- tíðinni. Þegar framvinda efnahagsmála á Bretlandi er skoðuð í þessu samhengi kemur í ljós að árlegar fjárfestingar í iðn- aði hafa minnkað um 45% síðan 1979 (miðað við verðlag ársins 1980 voru 7.496 milljónir punda fjárfestar í iðnaði 1978 en þær hafa minnkað jafnt og þétt niður í 4.619 1983. Á tímabilinu 1980-83 voru þær að meðaltali 4.125 milljónir punda á ári eða 55% miðað við fjárfestingar 1979. Sjá töflu 2. TAFLA 2. Fjárfestingar í iðnaði 197S-X4 (Heildar fjármunamyndun á verðlagi ársins 1980 í miljónum punda) Pund Ar (milljónir) 1978 7.220 1979 7.496 1980 6.471 1981 4.852 1982 4.684 1983 4.619 1984 (fyrstu 3 fjórðunga ársins) 3.931 Hcimild: Tomlinson. Bretland TAFLA 1. samanburði við OECD eftir 1979 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 Hagvöxtur (landsframl.) (%) Bretland 1,4 -2.6 -1,3 2,3 2,5 2,0 OECD 3,4 1,2 1,9 - 0,4 2,2 4,5 Verðbólga (neysluvörur) (%) Bretland 13.4 17,9 11,9 8,6 4,6 5,0 5,1 OECD 9,4 13,0 10,6 7,8 5,3 5,3 3,8 Atvinnuleysi (%) Bretland 5,7 7,3 11,3 12,3 13,1 13,0 13,2 OECD 5,1 5,8 6,8 8,2 8,7 8,2 8,1 Iteimild: Tomlinson og OECD Main Economic Indicators 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.