Réttur - 01.08.1986, Síða 42
Efnahagsstefnan hefur mistekist
Ofan á félagslegu vandamálin og þá
mannlegu eymd sem stjórnarstefnan hef-
ur skapað, bætast efnahagsleg vandamál,
sem þó voru ærin fyrir vegna langtíma
hnignunar bresks iðnaðar. Síðan 1979
hefur hagvöxtur aukist að meðaltali um
aðeins 1%, þ.e. lægsta hlutfáll á einu
stjórnartímabili síðan eftir seinni heims-
styrjöldina (hafa verður þó í huga að um
helmingur þessarar aukningar er vegna
olíuframleiðslu í Norðursjónum og ber
því ekki að þakka stefnu Thatchers).
Þó hagvöxtur sé mikilvægur mælikvarði
á stjórnarstefnur þá er samanburður við
önnur OECD-lönd (Efnahags- og fram-
farastofnunin) og þróun samkeppnis-
stöðu á alþjóðamarkaði vafalaust mikil-
vægasti mælikvarðinn. Slíkur samanburð-
ur er Thatcher ekki hagstæður. Á tíma-
bilinu 1979-84 jókst landsframleiðsla í
OECD-löndum að jafnaði þrefalt hraðar
en á Bretlandi: Þar var aukningin 0,7%
en 2,1% í OECD-löndum (sjá töflu hér
að neðan). Atvinnuleysi á Bretlandi hef-
ur aukist meira í tíð Thatcher en í öðrum
OECD-löndum eða úr 5,7% 1979 í
13,2% 1985. í OECD-löndum jókst at-
vinnuleysið að meðaltali úr 5,1% í 8,1%
á sama tíma. Samanburðurinn er einnig
óhagstæður með tilliti til verðbólgu, en
um hana verður fjallað sérstaklega síðar í
grein þessari.
Minnkandi framleiðni í iðnaði
Óhagstæðum samanburði má enn
halda áfram. Þegar litið er á fjárfestingar
í iðnaði og þróun framleiðni í iðnaði sést
skýrast hversu mjög öfgastefnu nýfrjáls-
hyggjunnar hefur mistekist.
Fjárfestingar í nýrri tækni í iðnaði eru
mikilvægasti þátturinn í bættri samkeppnis-
stöðu iðnaðarins á heimsmarkaði í fram-
tíðinni. Þegar framvinda efnahagsmála á
Bretlandi er skoðuð í þessu samhengi
kemur í ljós að árlegar fjárfestingar í iðn-
aði hafa minnkað um 45% síðan 1979
(miðað við verðlag ársins 1980 voru 7.496
milljónir punda fjárfestar í iðnaði 1978 en
þær hafa minnkað jafnt og þétt niður í
4.619 1983. Á tímabilinu 1980-83 voru
þær að meðaltali 4.125 milljónir punda á
ári eða 55% miðað við fjárfestingar 1979.
Sjá töflu 2.
TAFLA 2.
Fjárfestingar í iðnaði 197S-X4
(Heildar fjármunamyndun á verðlagi
ársins 1980 í miljónum punda)
Pund
Ar (milljónir)
1978 7.220
1979 7.496
1980 6.471
1981 4.852
1982 4.684
1983 4.619
1984 (fyrstu 3 fjórðunga ársins) 3.931
Hcimild: Tomlinson.
Bretland
TAFLA 1.
samanburði við OECD eftir 1979
1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985
Hagvöxtur (landsframl.) (%) Bretland 1,4 -2.6 -1,3 2,3 2,5 2,0
OECD 3,4 1,2 1,9 - 0,4 2,2 4,5
Verðbólga (neysluvörur) (%) Bretland 13.4 17,9 11,9 8,6 4,6 5,0 5,1
OECD 9,4 13,0 10,6 7,8 5,3 5,3 3,8
Atvinnuleysi (%) Bretland 5,7 7,3 11,3 12,3 13,1 13,0 13,2
OECD 5,1 5,8 6,8 8,2 8,7 8,2 8,1
Iteimild: Tomlinson og OECD Main Economic Indicators
154