Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 61

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 61
4* En eftir 1983 hefur frekja bandaríska hersins vaxið gífurlega og stefnir hann nú að því að skapa sér árásarstöðvar og njósnastöðvar um land allt, jafnhliða því sem utanríkispólitík hinna bandarísku oflátunga í ríkisstjórn U.S.A. verður æ yfirgangssamari og hættulegri. Þeir höfðu um tíma haft hægar um sig eftir ósigur sinn í svívirðilegri áratuga árásarstyrjöld á Víetnam. En nú virðist „hernaðar- og stóriðju-klíku“ þeirri, sem Eisenhower forseti varaði þjóð sína við, allir vegir færir til illverka og gróðagirnd þessara „stórkaupmanna dauðans“ engin tak- mörk sett, — nema hún finni að einnig þeir, sem hún hefur neytt eða keypt til bandalags við sig, rísi upp og stöðvi vit- firringu þessa voðavalds áður en það er orðið of seint. Jafnframt hefur bandaríska hervaldið komið sér upp sterkri, „fimmtu herdeild“ -— eins og það var eitt sinn kallað, — for- ríkri íslenskri auðkýfingastétt, sem þegar er talin hafa grætt yfir 1000 milljónir króna á því að vera verktakar hersins á Keflavíkurflugvelli og víðar. Auk þess eiga þessir „Aðalverktakar“ Ameríkana voldugar húsbyggingar í Reykjavík og líklega einhverja dollarsjóði vestan hafs. Kvað félag þetta nátengt ýmsum valda- mönnum Ihalds og Framsóknar. Ennfremur hefur fulltrúum Kanans í íslenskri ríkisstjórn tekist að koma hér á svokallaðri „frjálsri verslun“, sem reynst hefur mörgum blekking, en hefur haft þau áhrif að binda ísland á skuldaklafa bandaríkjaauðvalds þess, er stjórnar Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Og í þann sjóð verður ísland nú að greiða fjórðunginn af útflutningstekjum sínum, en lætur svo blekkja sig til að henda hundruðum mill- Jóna króna í aðgerðir á Keflavíkurflug- Velli fyrir Ameríkanann. Hættan á tortímingu íslensks sjálfstæð- is hefur því vaxið gífurlega á síðustu árum og samtímis er reynt af voldugum aðilum að gera íslendinga að amerískt hugsandi aurasálum. Vér íslendingar verðum að gera okkur ljóst að í baráttunni gegn amerískum her- stöðvum, er ekki aðeins um sjálfstæðis- baráttu okkar að ræða, heldur og barátt- una fyrir andlegu og líkamlegu lífi þjóðar vorrar. SKÝRINGAR: 1 Lesa má nánar um þetta í „ísland í skugga heims- valdastefnunnar“ (hér eftir skammstafað Íísk) bls. 201-205. Sjá einnig grein E.O. í „Rétti" 1940. „Sjálfstæðisbarátta íslands hin nýja.“ 2 Sjá Íísk bls. 206-212. 3 Hermann Jónasson sagði mér síðar að þetta (25. júní) hefði ekki verið neinn samningur, heldur úrslitakostir. Og þeim lýsti Sigurður Hlíðar í greinargerð fyrir atkvæði sínu á Alþingi 9. júlí, er hann gerði grein fyrir hótununum og kvað þessi ríki hafa líf íslendinga í hendi sér. 4 Sjá grein E.O. í „Rétti“ 1943. „Baráttan um til- veru fslendinga" einkum bls. 84-96. Einnig Íísk. bls. 216-223. 5 Sjá físk. bls. 228-236. Ástæðan til þess að Bandaríkjaher krafðist svo stórra herstöðva strax 1945, hefur líklega verið sú að hann hugði að ísland yrði að verða árásarstöð á rauða Evr- ópu, því þá voru kommúnistar í ríkisstjórnum í Frakklandi, Ítalíu, Danmörku og Noregi. —og Bretar gáfust brátt upp við að sigra þjóðfrelsis- stjórn í Grikklandi og urðu að biðja Bandaríkin um að taka að sér að brjóta þjóðfrelsisstjórn á bak aftur og koma á einræði 1947. 6 Sjá grein Ásmundar Sigurðssonar: „Marshall- aðstoðin og áhrif hennar á efnahagsþróun ís- lendinga' í „Rétti" 1952, bls. 66-97. — og um gengis-alræðið sjá „Ameríska patentið", í „Rétti" 1976, bls. 249. 7 Það má ef til vill minna á að eitt af þvf sem Kan- inn notaði í áróðri við þingmenn þá, var Kóreu- stríðið, — vegna þess yrði að vera amerískur her á íslandi! Sjá annars „Rétt" 1951, bls. 145-159. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.