Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 44

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 44
leiðingin af stéttastríðsstefnu ríkisstjórn- arinnar er að misgengisverðbólga (þ.e. það ástand þegar laun hækka yfir línuna ef laun hækka í einni eða fáum atvinnu- greinum) fer af stað jafn skjótt og rofar til í efnahagslífinu, þó ekki sé nema í hluta þess. Jafnvel í dag þrátt fyrir hið mikla at- vinnuleysi og fjandsamlega stefnu stjórn- arinnar gagnvart launþegum hækka laun mun hraðar en verðbólgan en þessi þróun veikir útflutningsiðnaðinn því launakostn- aður eykst hraðar á Bretlandi en í sam- keppnislöndunum. í stuttu máli sagt hefur árangurinn í baráttunni gegn verðbólgunni aðeins ver- ið að nafninu til raunverulegur og aðeins tímabundinn. Allar forsendur verðbólg- unnar eru enn fyrir hendi. Þessi yfir- borðslegi árangur er þó mikilvægur í hug- myndafræði og áróðursbaráttu íhalds- manna. íhaldsflokkurinn (og raunar Verkamannaflokkurinn einnig á síðasta stjórnartímabili sínu) telur almenningi trú um að verðbólgan sé höfuðvandamál efnahagslífins og jafnframt það vandamál sem nær yfir alla stéttahagsmuni og sam- einar þjóðina. Samstöðuhugmyndafræð- inni gegn verðbólgunni er stefnt gegn hagsmunabaráttu launþega og þeirri aug- Ijósu staðreynd að samtakamáttur laun- þega og stéttabaráttan ein tryggir launþegum réttlátan hluta af þjóðarfram- leiðslunni innan ramma auðvaldsskipu- lagsins. Stórfellt atvinnuleysi er réttlætan- legt innan ramma þessarar verðbólguhug- myndafræði íhaldsins ef það verður til þess að draga úr verðbólgu. íhaldsmenn hafa notað þessa hugmyndafræði til að réttlæta árásir sínar á launþegasamtökin enda telja þeir launahækkanir vera megin ástæðu verðbólgunnar. Verkalýðshreyf- inguna ber að veikja svo laun ráðist af lögrnálum markaðarins. Pessi sjúkdóms- greining er röng eins og rök verða færð fyrir síðar í þessari grein. Fyrst verður gerð grein fyrir grunndráttum tatcherism- ans og sögulegum forsendum sigurgöngu nýfrjálshyggjunnar á Bretlandi. Thatcherisminn — sögulegur bakgrunnur Thatcherisminn reis úr rústum þeirrar stéttasamvinnustefnu og keynesisma sem stjórnir Verkamannaflokksins fylgdu á þensluskeiðinu í auðvaldsríkjum Vestur- landa eftir seinni heimsstyrjöldina. Sam- vinna launþegsamtaka, atvinnurekenda og ríkisvalds hrundi saman í byrjun átt- unda áratugarins vegna öldu verkfalla sem forysta verkalýðshreyfingarinnar réði ekki við. Launþegar voru baráttufús- ari en áður á þessum árum þegar efna- hagsþróunin einkenndist af auknu at- vinnuleysi samfara síaukinni verðbólgu. Keyneskisk efnahagsstefna dugði ekki lengur til að draga úr samdrætti í efna- hagslífinu: ríkisstjórnum tókst ekki leng- ur að draga úr atvinnuleysi og bæta svig- rúm fyrirtækjanna nægilega með auknum ríkisumsvifum sem höfðu verðbólgu- hvetjandi áhrif til skamms tíma; valið var ekki lengur milli atvinnuleysis eða verð- bólgu. Á seinni hluta áttunda áratugarins, samfara dýpkandi kreppu sem olíukrepp- an 1973/74 hraðaði, kom fram valkostur sem síðar varð eins konar Biblía kreppu- hrjáðra ríkisstjórna V.-Evrópu hvort sem þær voru til hægri eða vinstri, þessi val- kostur sló í gegn ekki síst vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hér var á ferðinni bæklingur frá OECD 1977, oft kallaður McCracken-skýrslan („Towards Full Employment and Price Stability“)• Samkvæmt þessari skýrslu eru meginor- sakir verðbólgunnar á áttunda áratugnum 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.