Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 59

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 59
A bandarísku hervaldi að takast að tortíma íslenskri þjóð? Þann 1. október í ár eru liðin 46 ár síðan bandaríska hverveldið afhjúpaði ger- samlega hvað það ætlaði sér með ísland: fá þrjá vissa hluta af landinu undir bandarísk yfirráð, til að reisa hér voldugustu herstöðvar í heimi, til árása á Evrópu. íslendingar máttu hvergi koma inn á þetta bandaríska svæði. Islendingar voru þá enn þeir menn að neita. Síðan eru liðin 45 ár. — Bandarískt auðvald er að reyna að ná slíkum tökum á þjóð vorri — með fjármútum til nýríkrar yfírstéttar, með látlausum blekking- aráróðri um „varnir“ og með efnahagslegum tökum á þjóðinni — að hún geti svínbeygt hana undir vald sitt — og fórnað henni sem peði í árásarstríði sínu. Síðustu árin er hert vægðarlaust á stríðsundirbúningnum hér: Awacs-flugvélar, sem geta stjórnað kjarnorkuskeytum frá kafbátum, þegar staðsettar hér. Og skyldu kafbátaskýlin ekki þegar vera í undirbúningi? Það verður æ ljósara hvílík vá, máske alger útþurrkun lífs, stafar af þeim ógn- þrungna valdahroka, sem einkennir núverandi Bandaríkjaforseta, — þeim lítil- mótlegasta er á þeim valdastóli hefur setið. — Þessi maður, leiksoppur hermang- araklíku Bandaríkjanna, getur klippt á lífsþráð mannkyns, hvenær sem „kaup- menn dauðans“ skipa. En hvað sem verður þá sýnir það og sannar hver lífsnauðsyn er á því að vér Is- lendingar glöggvum oss á því til fulls hvernig land vort hefur komist í klærnar á þessu hættulega auðvaldi og hve knýjandi það er að losna úr klóm þess. Því skal stuttlega rifjað upp hvernig stendur á að svo illa er komið. 1939 - 40 Ýmsir íslendingar ganga á fund banda- rískra auðkónga og bjóðast til að gerast umboðsmenn þeirra, tengjast þeim gróða- böndum. (Coca-Cola og félagar hafa nú tekið við hlutverki Hákonar gamla.) Háttsettir embættismenn íslands ræða við bandaríska stjórnendur um innlimun ís- lands í Bandaríkin eða að þau taki að sér „vernd“ þess.1 1940 - 41 Bandaríkjastjórn notar sér neyð Bret- lands er það er eitt eftir í stríðinu við Hitler, til að fá allar herstöðvar þess í Evrópu til 99 ára fyrir 50 gamla tundur- spilla. Samtímis tekur Bandaríkjastjórn ákvörðun um að innlima ísland í áhrifa- svæði sitt og kúgar bresku stjórnina til að „selja“ sér ísland, sem Bretar höfðu hing- að til litið á sem áhrifasvæði sitt.2 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.