Réttur - 01.08.1986, Síða 59
A bandarísku
hervaldi að takast að
tortíma íslenskri þjóð?
Þann 1. október í ár eru liðin 46 ár síðan bandaríska hverveldið afhjúpaði ger-
samlega hvað það ætlaði sér með ísland: fá þrjá vissa hluta af landinu undir
bandarísk yfirráð, til að reisa hér voldugustu herstöðvar í heimi, til árása á Evrópu.
íslendingar máttu hvergi koma inn á þetta bandaríska svæði.
Islendingar voru þá enn þeir menn að neita.
Síðan eru liðin 45 ár. — Bandarískt auðvald er að reyna að ná slíkum tökum
á þjóð vorri — með fjármútum til nýríkrar yfírstéttar, með látlausum blekking-
aráróðri um „varnir“ og með efnahagslegum tökum á þjóðinni — að hún geti
svínbeygt hana undir vald sitt — og fórnað henni sem peði í árásarstríði sínu.
Síðustu árin er hert vægðarlaust á stríðsundirbúningnum hér: Awacs-flugvélar,
sem geta stjórnað kjarnorkuskeytum frá kafbátum, þegar staðsettar hér. Og
skyldu kafbátaskýlin ekki þegar vera í undirbúningi?
Það verður æ ljósara hvílík vá, máske alger útþurrkun lífs, stafar af þeim ógn-
þrungna valdahroka, sem einkennir núverandi Bandaríkjaforseta, — þeim lítil-
mótlegasta er á þeim valdastóli hefur setið. — Þessi maður, leiksoppur hermang-
araklíku Bandaríkjanna, getur klippt á lífsþráð mannkyns, hvenær sem „kaup-
menn dauðans“ skipa.
En hvað sem verður þá sýnir það og sannar hver lífsnauðsyn er á því að vér Is-
lendingar glöggvum oss á því til fulls hvernig land vort hefur komist í klærnar á
þessu hættulega auðvaldi og hve knýjandi það er að losna úr klóm þess.
Því skal stuttlega rifjað upp hvernig stendur á að svo illa er komið.
1939 - 40
Ýmsir íslendingar ganga á fund banda-
rískra auðkónga og bjóðast til að gerast
umboðsmenn þeirra, tengjast þeim gróða-
böndum. (Coca-Cola og félagar hafa nú
tekið við hlutverki Hákonar gamla.)
Háttsettir embættismenn íslands ræða við
bandaríska stjórnendur um innlimun ís-
lands í Bandaríkin eða að þau taki að sér
„vernd“ þess.1
1940 - 41
Bandaríkjastjórn notar sér neyð Bret-
lands er það er eitt eftir í stríðinu við
Hitler, til að fá allar herstöðvar þess í
Evrópu til 99 ára fyrir 50 gamla tundur-
spilla. Samtímis tekur Bandaríkjastjórn
ákvörðun um að innlima ísland í áhrifa-
svæði sitt og kúgar bresku stjórnina til að
„selja“ sér ísland, sem Bretar höfðu hing-
að til litið á sem áhrifasvæði sitt.2
171