Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 15

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 15
raunar landið allt, mikið áhugamál Þór- ólfs og félaga hans í SÞU, eins og sjá má í fyrstu árgöngum RÉTTAR. Bauðst sambandið m.a. til að taka að sér póst- dreifingu heima fyrir í því skyni að koma henni í betra horf, og lagði mikla áherslu á lagningu akbrautar um héraðið. Umsvif Þórólfs voru mikil á þessum árum. Um leið og hann tók við búi í Bald- ursheimi hóf hann að byggja þar upp bæjarhúsin úr steinsteypu — efninu sem átti eftir að gjörbreyta ásýnd allra sveita landsins. Peningshúsin fylgdu síðan á eft- ir og jafnan áttu nýjungar í búskaparhátt- um greiða leið inn í hið gamalgróna Bald- ursheimsbú. IV Ýmsir hafa vafalaust séð í Þórólfi mik- ið foringjaefni. Til marks um það má taka sendibréf frá Jóni bróður hans, er hann dvaldist í Reykjavík veturinn 1916. Það er einmitt árið sem Jónas Jónsson frá Hriflu leikur stórt hlutverk í að grund- valla hina nýju íslensku pólitík, og tekur virkan þátt í stofnun Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins síðar á árinu. En Jón segir í þessu bréfi sínu til Þórólfs, sem dagsett er 23. febrúar: „Ég er nú næstum hversdagsgestur hjá Jónasi. Hann hugsar og ritar nú ákaflega mikið um þjóðmál og hefur ávalt einhverja stórfelda nýj- ung til að spýta í mig í hvert sinn og ég kem. Hann skrifar þér víst rækilega núna, svo ég þarf ekki að bera neitt á milli ykkar — en það er víst, að hann hefur mikið álit og traust á þér sem for- vígismanni — en hyggur helst að þú munir ekki geta notið þín í Þingeyjarsýslu síst fyrst um sinn, menn séu þar svo rígskorðaðir —- ólíkt þeim öldugangi sem hér geysar nú, en vantar aðeins nógu atkvæðasama „leiðara". Hann hefur bein- h'nis augastað á þér sem þingmanni hér.“ Þess reyndist því miður skammt að bíða að Þórólfur fengi „ekki notið sín í Þingeyjarsýslu“, þó að þar kæmi annað til, og ári síðar var Jón bróðir hans allur. V Þórólfur hafði verið kosinn í stjórn Kaupfélags Þingeyinga árið 1914, en hvarf úr henni 1921 eftir atburði sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Síðustu tvo áratugina átti hann í miklum fjárhags- legum erfiðleikum vegna persónulegrar ábyrgðar sem hann tók á verslunarvið- skiptum sem hann átti við England árið 1920 á vegum Kaupfélags Þingeyinga og Sambands íslenskra samvinnufélaga. En með mikilli eljusemi tókst honum að losa sig af klafa þessara skulda skömmu fyrir andlátið. Eftir 1920 fer því minna fyrir hugsjónamanninum opinberlega en áður og þáttur hans í félagsmálum heima í hér- aði rýrnar, ef skólamálið er undanskilið. Hér verður saga þessara viðskipta ekki rakin, en full ástæða er til að hún verði skoðuð frekar. í þess stað skal borið nið- ur í minningargrein sem Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði í Tímann 18. júní 1940, þar sem hann segir: „Haustið 1919 fer hann utan til Englands og dvaldi þar fram á vor. Þá réðist hann í að kaupa nokkuð af vörum, eftir umtali í stjórn Kaupfé- lags Þingeyinga, enda var hann einn í stjórn fé- lagsins. Þegar vörumar komu um vorið, var verð- fallið dunið á og kreppuhugur í mörgum manni, sem verið hafði bjartsýnn um haustið. Urðu nú vörukaupin honum til vandræða. Kaupfélagið tók sumt af vörunum, en sumt ekki. Varð á þess- um kaupum allmikið tjón, eins og á flestu, sem þá var keypt frá útlöndum. Ekkert var auðveld- ara fyrir Þórólf en að verða gjaldþrota, láta lán- ardrottna tapa, sleppa sjálfur. Óhappið myndi gleymast. Koma síðan fram á sjónarsviðið að nýju og láta sem ekki hefði í skorizt. Þetta er hin venjulega leið venjulegra manna. En þessa braut vildi Þórólfur ekki fara. Hann hefði gert kaup sín í góðri trú. Hann tók nú á sig tapið, tók lán, færði til skuldir, vann bæði vetur og sumar til að greiða tapið. Hann 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.