Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 47
TAFLA 3.
Markmið stjórnarinnar og niðurstaða
Pcningamagn (M3)
(% aukning)
Markmiö Niöurstaöa
1979/80 1980/81 7-11 19,4
1981/82 6-10 12,8
1983/83 5- 9 11,2
1983/84 4- 8 9,5
1984/85 9 = 18,0
skapað meiri vandamál en öfgaöflin í
Ihaldsflokknum gerðu ráð fyrir og hún
hefur breyst síðan 1983 þegar stjórnin var
endurkjörin. Á fyrra kjörtímabili sínu frá
1979 var stefnan skýr mónetarismi: sam-
dráttur í aukningu peningamagns var tal-
inn bæði nauðsynleg og nægjanleg for-
senda til að draga úr verðbólgunni. Jafn-
framt var markmiðið að draga úr lánsfjár-
þörf hins opinbera (þ.e. PSBR eða „fjár-
lagagatinu“ milli tekna og útgjalda hins
opinbera. Pessi halli er fjármagnaður
með aukningu peningamagns — prentun
Peninga — í umferð, sölu ríkisskulda-
bréfa eða lánum seðlabanka). Minnkun
'ánsfjárþarfarinnar var réttlætt með því
að ríkisskuldabréfin eða lán hins opin-
hera og vextir sem það býður ásamt ríkis-
umsvifunum myndu ekki „drekkja“ fjár-
festingum einkaaðila eins og gerðist í tíð
lyrri stjórna. í annan stað var minnkun
'ánsfjárþarfarinnar réttlætt með því að
nrnsvif hins opinbera væru í sjálfu sér „af
hinu illa“ og í þriðja lagi var talið að beint
samband væri á milli lánsfjárþarfarinnar
°g breytinga peningamagnsins (M3) í um-
ferð (M3 er magn seðla og myntar í hag-
kerfinu á ákveðnum tíma ásamt öllum
'nnistæðum á bankareikningum í eigu
landsmanna og fyrirtækja eða stofnana
Þeirra). Margir mónetaristar hafa gagn-
rýnt punkt þrjú, m.a. M. Friedman sem
Lánsfjárþörf Samncysla
(% af landsframleiðslu) (% af landsfram-
Markmiö Niöurstaöa leiðslu)
39,5
3,75 5,4 42,0
3,0 3,4 43,5
2,25 3,2 42,5
1,5 3,2 42,0* 'l' Áætlað
Heimild: Tomlinson og W. Keegan í The Observer
segir ekkert beint samband vera milli M3
og lánsfjárþarfarinnar, en telur æskilegt
að minnka hvort tveggja.
Niðurskurðaráform renna út
í sandinn
Thatcher-stjórnin átti í gífurlegum erf-
iðleikum með niðurskurð á umsvifum
hins opinbera á fyrra kjörtímabili sínu
m.a. vegna stóraukinna útgjalda til fá-
tækraframlaga og atvinnuleysisbóta, en
einnig vegna kröftugrar andstöðu al-
mennings. Skoðanakannanir (Marplan-
Guardian) hafa sýnt að jafnvel meirihluti
kjósenda Ihaldsflokksins er andvígur
niðurskurði opinberrar þjónustu og er til-
búinn til að greiða hærri skatta ef það
verður til þess að bæta opinbera þjón-
ustu. Skattalækkunarstefna stjórnarinnar
brást einnig (vegna erfiðleikanna með
niðurskurð hins opinbera) og skattar juk-
ust á fyrra kjörtímabili stjórnarinnar.
Eftir 1983 hefur ríkisstjórnin lagt minni
áherslu á minnkun peningamagnsins
(fyrsta boðorð mónetaristanna), en þeim
mun meiri áherslu á að halda lánsfjár-
þörfinni óbreyttri milli ára og fjármagna
fjárlagagatið með sölu ríkisfyrirtækja, en
þaó er að sjálfsögðu hrein skammtíma-
lausn.
Eins og sést á töflunni hér að ofan
hefur árangur yfirlýstrar stefnu stjórnar-
159