Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 22

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 22
kosti ekki til að útskýra verulega í hverju hún væri fólgin. Þriðja er samvinnustefnan. Hún er alþekt- ust og hefir mest verið reynd í einstöku grein- um, einkum á verzlunar- og viðskiftasviðinu. Það þarf ekki að útskýra í hverju hún er fólgin, flestir ráma eitthvað í það, þó ekki sjáist það mjög í framkvæmdinni sumstaðar í landinu." Síðan fer Pórólfur nokkrum orðum um kenningar Adams Smiths um hina „frjálsu samkeppni“ sem sé meginorsökin til misskiptingar auðsins, vegna þess að hún sé fölsk og einokun af ýmsu tagi hafi siglt undir flaggi hennar. Nú verði bænd- ur og verkamenn og önnur alþýða manna að bindast samtökum gegn sérhyggjunni og setja samhjálpina í öndvegi. bað velti á miklu að unga kynslóðin í landinu fylki sér undir merki hinnar nýju stefnu, hjakki ekki í sama farinu og forfeðurnir, heldur tileinki sér aðrar lífsskoðanir og stefni til nýrrar gullaldar. Og enn víkur Þórólfur að nauðsyn fræðslunnar og lýkur þessari forystugrein hins fyrsta RÉTTAR með þessum orðum: „ — Það loft, sem undanfarið hefir ríkt í þjóðmálasölunum, er drepandi pestnæmt. Svart- asti bletturinn á allri flokkapólitík. sem aldrei verður af henni skafinn, er sá, að þá er flest gert í myrkrinu. Málunum er ráðið til lykta á flokks- fundum. innan luktra dyra; en í þingsalnum er mönnunum leikið fram eins og peðum á tafl- borði. Það þarf Ijós inn í salinn; ekki neinar grútar- týrur eigingirni og metnaðar, heldur menn með skýrri hugsun, ákveðinni sannfæringu og næmri réttlætistilfínningu. Þessar einkunnir vill tímarit- ið skerpa hjá þjóðinni. „Réttur" heilsar [yngri] kynslóðinni með þeirri ósk, að eins og samkepnin var trúarjátning nítj- ándu aldarinnar, þá stuðli hún að því, að sam- hjálpin verði trúarjátning tuttugustu aldarinnar XII Vissulega væri hægt að halda lengi áfram enn og segja gerr frá efni Réttar í rit- stjórnartíð Þórólfs, en senn verður láti staðar numið. Fróðlegast er auðvitað að fletta upp í hinu gamla tímariti og lesa þær eldheitu og oftast afburða vel stíluðu greinar sem þar er að finna. En einnig má benda mönnum á grein Einars Olgeirs- sonar hér í Rétti á fimmtugsafmæli ritsins, þar sem hann gerir ágæta og lif- andi grein fyrir efni þess og aðstandend- um og jarðveginum sem það spratt úr. Og Einar ritaði þá einnig aðra grein um upp- haf ritstjórnartíðar sinnar og viðskilnað Þórólfs við blaðið í sínar hendur, sem hann nefndi „Fyrir 40 árum“. Síðan hafa bæst við 20 ár og enn kemur sá RÉTTUR sem bóndinn í Baldursheimi bar fram fyrir þjóð sína fyrir 70 árum til hennar í traust- um höndum hins síunga Einars Olgeirs- sonar. Enn er borið ljós inn í dimman sal þjóðmálanna. Áherslan á efnisvöndun er alltaf rík í RÉTTI og kemur oft fram í bréfum sem þeim Þórólfi og Benedikt frá Auðnum fara í milli. Þannig segir Benedikt í bréfi 6. apríl 1917 að hann sé þá að skrifa grein í ritið en „botninn sé enn suður í Borgar- firði“, og gerir grein fyrir ástæðum eink- um þessari: „... svo vil ég ekki með nokkru móti láta „Rétt" flytja óvandað efni, sem á nokkurn hátt beri vott um vanhugsað efni eða fljótfærni eða smekklaust form. Þess verðum við vel að gæta." Þeir félagarnir stunda gagnrýni hver á annan og greinar tímaritsins í bréfum sín- um og þar gætir sömu sjónarmiða um vandað efni og form greina og útlit ritsins, sem ekki beri síður að vanda. En til að gefa sýnishorn af gagnrýninni skal hér tekinn upp kafli úr bréfi frá Þórólfi til Benedikts 28. október 1922. Þar þakkar hann honum fyrir greinina „Náttúruréttur og vinna“ í RETTI þetta ár, sér hafi þótt „vænt um pistilinn, af því að hann er stíl- 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.