Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 55

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 55
hlutverk hagsmunasamtaka og ríkisvalds breytist, ný störf og verkaskipting er inn- leidd og ný neyslumynstur fæðast. Endurfæðing auðvaldskerfisins í krepp- unum er ekki sársaukalaus, hríðirnar eru harðar og ekki alltaf ljóst hversu velskap- að afkvæmið verður þótt ætternið sé þekkt. Undanfari efnahagskreppunnar gerir vart við sig í minnkandi gróða fyrir- tækja í einstökum atvinnugreinum og þessi þróun breiðist út um hagkerfið og leiðir til lokunar fyrirtækja og gjaldþrota ásamt auknu atvinnuleysi. Jafnframt harðna stéttaátök og félagsleg vandamál aukast. í kreppunni eru fyrirtækin í örvæntingu sinni tilbúnari en áður til að innleiða og þróa tækninýjungar eða gera tilraunir með tækni sem þegar er fram komin en hefur ekki náð útbreiðslu. Hvort og hvenær hjólin fara að snúast aftur og efnahagsleg uppsveifla á sér stað er háð því hversu grundvallandi tækninýjungarnar eru eða m.ö.o. hvort þær eru þess eðlis að geta skapað nýjar atvinnugreinar og ný fram- leiðslu- og þjónustusvið í tengslum við hinar nýju grundvallaratvinnugreinar og geti.þannig haft „margföldunaráhrif“ í hagkerfinu. Hvenær uppsveifla verður er háð því hversu hratt vitneskja um nýja grundvall- artækni breiðist út, trú atvinnurekenda á gróðamöguleika tækninnar og almennum skilyrðum í hagkerfinu fyrir auðmagns- upphleðslu (sem mótar „fjárfestinga- hneigð“ atvinnurekenda), ný sjónarmið á sviði verkfræði og hönnunar, umfangs- miklar fjárfestingar af hálfu hins opinbera á sviði menntunar, samgöngu- og fjar- skipta. Pá má nefna rannsókna- og þró- unarstarfsemi á vegum ríkisvaldsins (sem því miður hefur gjarnan verið á sviði hergagnaframleiðslu og tengst hervæð- ingu þjóða eins og gerðist í kreppunni á ljórða áratugnum) og aðstoð ríkisins við fyrirtæki í formi áhættufjármagns. Loks á sér stað aðlögun launþega að hinni nýju tækni en andstaða þeirra gegn tækninni getur skipt sköpum um hraða útbreiðslu hennar. Hagsveiflan frá kreppu fjórða áratugarins til kreppu samtímans Nú á dögum eru kenningar Schumpet- ers viðurkenndar enda hafa hagsögulegar rannsóknir ný-schumpeterista á undan- förnum árum sýnt fram á ótvíræða tilveru langtíma hagsveiflna og mikilvægi tækni- þróunar í langtíma hagsveiflum (sjá t.d. Clark/Freeman/Soete, Perez og van Duijn). í stuttu máli má segja að megin- drættir hagsveiflunnar frá kreppu fjórða áratugarins til kreppu samtímans sem hófst undir lok sjöunda áratugarins hafi verið þessir: 1) I kreppunni á fjórða áratugnum, heimsstyrjöldinni og fasismanum var andstaða verkafólks gegn færibanda- tækni brotin á bak aftur. Þessi tækni hafði þegar náð umtalsverðri útbreiðslu síðan um og eftir aldamótin í Banda- ríkjunum þar sem verkalýðshreyfingin hefur ávallt verið veik. í Evrópu var styrkleiki verkalýðshreyfingarinnar meiri og hún var andvíg þessari tækni enda fylgdu henni umfangsmiklar breytingar á skipulagi vinnunnar, þ.e. svokallað „tayloríkst vinnuskipulag" sem felur í sér skýran valdapýramída innan fyrirtækjanna, einhæf störf við færibandið, akkorðslaunakerfi og úr- eldingu alhliða verkþekkingar iðn- verkafólks. Hin tayloríska tækni leiddi þó til mikillar framleiðniaukningar og því um leið til lækkunar vöruverðs og 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.