Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 21

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 21
stofnun árið áður, og enn standa þau í merki Héraðssambands Suður-Þingeyinga. XI En nú er vert að gefa nokkurn gaum forystugrein hins fyrsta RÉTTAR sem Þórólfur skrifar og er samnefnd ritinu. Aður hefur verið vitnað til orða hans þar um hlutverk ritsins, en í þessari grein ger- ir hann einnig grein fyrir nafni þess. Þar minnist hann á að orðið réttur sé þekkt um mat, og ef til vill megi „færa það til sanns vegar, að það [ritið] beri fram sér- staka tegund (eða rétt) andlegrar fæðu“. Réttur sé einnig þekktur í lagamáli og vissulega væri ekki fráleitt að blaðið yrði „sá dómstóll, þar sem menn dæmdu sjálfa sig og lög sín eftir beztu samvisku.“ En eftir hugleiðingar af þessu tagi segir Þór- ólfur að nafnið tákni ekkert af þessu, þó að það hafi flest af því í sér fólgið. „Réttur'1 á að tákna réttlætishugsjónina; hann á að leita að henni í smáu sem stóru, og svo langt, sem andlegir kraftar hans ná til annara þjóða. Hann á að útskýra hana fyrir lesöndun- um, og hafa hana fyrir mælikvarða í öllum málum. Það er ennfremur hlutverk „Réttar" að gera grein fyrir því, hver séu hin náttúrlegu rétt- indi einstaklingsins, og aftur á móti hver séu réttindi þjóðfélagsins. Bent á það helzta, sem styrkir alla samvinnu- og félagsmenning. En til þess að geta þetta, svo nokkuð kveði að, hyggst hann styðjast við hugsjónir og stefnur þeirra manna, sem hann veit vitrasta og bezta og byggja á þeim. Og að minnsta kosti vitrari og réttlátari en „vort foreldri" og gildandi þjóðfé- lagsskipulag. Hann treystir á samúð og sannfæringarþrótt þeirra manna, sem vilja styðja hann til þessa hlutverks. Þær dygðir skortir tilfinnanlegast á hinu opin- bera þjóðmálasviði. Flestir eru háðir eigin hags- munum, persónulegum hagsmunum eða stétta- hagsmunum — eða þrælbundnir við stefnuskrár vissra flokka, sem fámennar „klíkur" sníða upp aftur og aftur, eftir sínum geðþótta og hags- munavopnum. Sár-fáir einstaklingar eru háðir þjóðfélags-hagsmunum eða berjast fyrir þeim." Og nokkru síðar í greininni heldur Þór- ólfur áfram: „Ef „Réttur" gæti áorkað einhverju í því efni, að augu manna opnuðust fyrir þeirri nauðsyn, að málgögn þjóðarinnar séu óháð hagsmunum einstaklinga og stétta — allra annara en hennar sjálfrar — og ennfremur kennt henni að meta og kaupa þau þjóðblöð, sem vinna af sannfæringu einungis fyrir málefni almennings — og flytja ekki annað — þá teldi hann sig ekki hafa farið á stað til ónýtis. ... einstakir menn og félög mega ekki reka blaðaútgáfu eins og atvinnugrein. Blöðin eru einskonar skóli fyrir þjóðina og til þeirrra verður að vanda. Og helztu þjóðblöðin eiga að vera samvizka hennar. En í því efni hefir algerlega á skort." Enn er það fræðslan sem situr í fyrir- rúmi. En í hvaða farveg á þá einkum að beina henni í hinu nýja tímariti? Þórólfur segir að þjóðfélagsskipulagið verði að laga eftir velferðar- og hagsældarkröfum fjöldans og vitnar til heimspekingsins Leibnitz og orða hans um réttlætið sem sé „fólgið í því að skifta gæðunum réttilega, gefa hverjum sitt — leyfa hverjum ein- stökum að neyta allra hæfileika sinna í réttu hlutfalli við aðra.“ Og víðsýni Þór- ólfs má e.t.v. best marka af þeim orðum sem á eftir fylgja: „Þær skipulagsreglur, sem fullnægja bezt þess- ari skýringu á „réttlætinu" og samræma helzt kraftana, eru allar jafnaðarstefnur, sem jafna réttindum og skifta auðnum milli einstakling- anna; Þær hafa aðallega komið fram í þrennu lagi: Fyrsta er jafnaðarmennskan (samtök social- ista), sem helzt hefir ofurlítið verið skýrt frá t blöðum hér á landi. Verkamannafélögin eru einn þáttur hennar. Annað er kenning Henry George’s um breytingar á skattafyrirkomulaginu, og skýrt er frá á öðrum stað í ritinu. Hennar hefur varla verið getið hér áður. svo teljandi sé, í blöðum eða ritum; að minsta 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.