Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 61
4*
En eftir 1983 hefur frekja bandaríska
hersins vaxið gífurlega og stefnir hann
nú að því að skapa sér árásarstöðvar og
njósnastöðvar um land allt, jafnhliða því
sem utanríkispólitík hinna bandarísku
oflátunga í ríkisstjórn U.S.A. verður æ
yfirgangssamari og hættulegri. Þeir höfðu
um tíma haft hægar um sig eftir ósigur
sinn í svívirðilegri áratuga árásarstyrjöld
á Víetnam. En nú virðist „hernaðar- og
stóriðju-klíku“ þeirri, sem Eisenhower
forseti varaði þjóð sína við, allir vegir
færir til illverka og gróðagirnd þessara
„stórkaupmanna dauðans“ engin tak-
mörk sett, — nema hún finni að einnig
þeir, sem hún hefur neytt eða keypt til
bandalags við sig, rísi upp og stöðvi vit-
firringu þessa voðavalds áður en það er
orðið of seint.
Jafnframt hefur bandaríska hervaldið
komið sér upp sterkri, „fimmtu herdeild“
-— eins og það var eitt sinn kallað, — for-
ríkri íslenskri auðkýfingastétt, sem þegar
er talin hafa grætt yfir 1000 milljónir
króna á því að vera verktakar hersins á
Keflavíkurflugvelli og víðar. Auk þess
eiga þessir „Aðalverktakar“ Ameríkana
voldugar húsbyggingar í Reykjavík og
líklega einhverja dollarsjóði vestan hafs.
Kvað félag þetta nátengt ýmsum valda-
mönnum Ihalds og Framsóknar.
Ennfremur hefur fulltrúum Kanans í
íslenskri ríkisstjórn tekist að koma hér á
svokallaðri „frjálsri verslun“, sem reynst
hefur mörgum blekking, en hefur haft þau
áhrif að binda ísland á skuldaklafa
bandaríkjaauðvalds þess, er stjórnar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Og í þann sjóð
verður ísland nú að greiða fjórðunginn af
útflutningstekjum sínum, en lætur svo
blekkja sig til að henda hundruðum mill-
Jóna króna í aðgerðir á Keflavíkurflug-
Velli fyrir Ameríkanann.
Hættan á tortímingu íslensks sjálfstæð-
is hefur því vaxið gífurlega á síðustu
árum og samtímis er reynt af voldugum
aðilum að gera íslendinga að amerískt
hugsandi aurasálum.
Vér íslendingar verðum að gera okkur
ljóst að í baráttunni gegn amerískum her-
stöðvum, er ekki aðeins um sjálfstæðis-
baráttu okkar að ræða, heldur og barátt-
una fyrir andlegu og líkamlegu lífi þjóðar
vorrar.
SKÝRINGAR:
1 Lesa má nánar um þetta í „ísland í skugga heims-
valdastefnunnar“ (hér eftir skammstafað Íísk)
bls. 201-205. Sjá einnig grein E.O. í „Rétti"
1940. „Sjálfstæðisbarátta íslands hin nýja.“
2 Sjá Íísk bls. 206-212.
3 Hermann Jónasson sagði mér síðar að þetta (25.
júní) hefði ekki verið neinn samningur, heldur
úrslitakostir. Og þeim lýsti Sigurður Hlíðar í
greinargerð fyrir atkvæði sínu á Alþingi 9. júlí,
er hann gerði grein fyrir hótununum og kvað
þessi ríki hafa líf íslendinga í hendi sér.
4 Sjá grein E.O. í „Rétti“ 1943. „Baráttan um til-
veru fslendinga" einkum bls. 84-96. Einnig Íísk.
bls. 216-223.
5 Sjá físk. bls. 228-236. Ástæðan til þess að
Bandaríkjaher krafðist svo stórra herstöðva
strax 1945, hefur líklega verið sú að hann hugði
að ísland yrði að verða árásarstöð á rauða Evr-
ópu, því þá voru kommúnistar í ríkisstjórnum í
Frakklandi, Ítalíu, Danmörku og Noregi. —og
Bretar gáfust brátt upp við að sigra þjóðfrelsis-
stjórn í Grikklandi og urðu að biðja Bandaríkin
um að taka að sér að brjóta þjóðfrelsisstjórn á
bak aftur og koma á einræði 1947.
6 Sjá grein Ásmundar Sigurðssonar: „Marshall-
aðstoðin og áhrif hennar á efnahagsþróun ís-
lendinga' í „Rétti" 1952, bls. 66-97. — og um
gengis-alræðið sjá „Ameríska patentið", í
„Rétti" 1976, bls. 249.
7 Það má ef til vill minna á að eitt af þvf sem Kan-
inn notaði í áróðri við þingmenn þá, var Kóreu-
stríðið, — vegna þess yrði að vera amerískur her
á íslandi! Sjá annars „Rétt" 1951, bls. 145-159.
173