Réttur


Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 3

Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 3
ADDA BARA SIGFIJSDÓTTIR: Alþýðubandalagið og kjör aldraðra Þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórnum frá því að „Viðreisn“ lauk hefur bætt kjör aldraðra. Það er staðreynd sem ekki á að liggja í þagnargildi. Magnús Kjartansson var heilbrigðis og trygingamálaráðherra í vinstri stjórninni 1971-1974. Fyrsta ráðherraverk hans var að fá gefin út bráðabirgðalög um nauðsyn þess að hækka ellilífeyri og innleiða tekjutryggingu. Síðan var undinn bráður bugur að því að kynna fólki rétt sinn og hjálpa því að ná honum. Guðrún Helga- dóttir var ráðin til Tryggingastofnunar- innar til þeirra verka og gekk þar vask- lega fram. Það kom á daginn að engin vanþörf var á þeim upplýsingum sem hún veitt á skrifstofu sinni og í dreifibréfum og bæklingum. Árið 1973 voru að forgöngu Alþýðu- bandalagsins sett lög um dvalarheimili aldraðra. Þar var ríkissjóður í fyrsta sinn skuldbundinn til þess að leggja fram fé til þess að byggja þjónustustofnanir fyrir aldraða. Ríkissjóður átti að borga '/3 kostnaðar við byggingu og búnað dvalar- heimila sem byggð yrðu á vegum sveitar- félaga. Einnig var heimilt að greiða Vi kostnaðar þegar einkaaðilar áttu í hlut. í lögunum var tekið fram að dvalarheimili aldraðra væru ætluð öldruðum sem þyrftu ekki á sjúkrahúsvist að halda. Gert var ráð fyrir að dvalarheimili gætu jöfnum höndum verið ætluð til dagvistunar og fullrar vistunar og að íbúðir fyrir aldraða gætu talist hluti dvalarheimilis. Lögin gerðu ráð fyrir 3-5 manna stjórn fyrir hvert dvalarheimili og skyldu vist- menn og starfsmenn eiga þar fulltrúa með tillögurétt og málfrelsi. Þessi lög voru eyðilögð árið 1975 þegar sú hægri stjórn sem þá sat, lét fella niður það grundvallaratriði að ríkið tæki þátt í byggingarkostnaðinum. Þegar Alþýðubandalagið fékk yfir- stjórn heilbrigðis og tryggingamála í sínar hendur á ný tók Svavar Gestsson upp þráðinn, og honum tókst að fá þingmcnn til að samþykkja lög um styrki til bygg- inga dvalarstofnana fyrir aldraða. Styrk- urinn nær til hjúkrunarstofnana, dvalar- heimila og þjónustuíbúða, og hefur vald- ið því að sveitarfélög um allt land og ýmis konar samtök hafa hafist handa um mynd- arlegar byggingar. Víða er starfsemi hafin til ómetanlegs gagns fyrir aldraða og byggðarlögin sjálf. Tekjur framkvæmdasjóðs aldraðra koma ekki úr ríkissjóði heldur byggjast þær á nefskatti sem verður 1310 kr. árið 1987 og heildartekjur sjóðsins nálægt 120 milljónum króna. Undanþegnir gjaldi eru 3

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.