Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 4
þeir sem eru eldri en 74 ára og fólk sem
ekki hefur teljandi greiðslugetu. Almenn-
ingur hefur tekið þessum nefskatti vel, og
hann hefur reynst traustari peningaupp-
spretta en ákvæði laganna frá 1973 um
framlög úr ríkissjóði. Almenningur er
ekki eins naumur við aldraða og hægri
stjórnir sem ætla að spara.
Þessi ágæti sjóður er samt í hættu.
Þingmenn voru ósköp tregir til að sam-
þykkja nefskattinn, og til þess að vera
vissir um að slíkt fyrirbrigði festist ekki
sjálfkrafa í sessi settu þeir inn í lögin sjálf
ákvæði um, að þau skuli falla úr gildi í
árslok 1987. Að fenginni reynslu treysti
ég ekki öðrum flokki en Alþýðubanda-
laginu til að sjá svo um, að lögin um nef-
skattinn verði endurnýjuð. Allir flokkar
hafa í orði svipuð stefnumið uppi um
málefni aldraðra, en þegar kemur að því
sem öllu máli skiptir — að reiða fram fé
til að standa við fyrirheitin þá bregðast
þeir sem hallast til hægri.
Það er ekki aðeins framkvæmdasjóður
aldraðra, sem er árangur af síðustu þátt-
töku Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn
hvað sérmál aldraðra varðar. Alþýðu-
bandalaginu tókst að fá heilstæð lög um
félagslega þjónustu við aldraða samþykkt
í árslok 1982. Inn í þau lög voru felld lög-
in um framkvæmdasjóð aldraðra, en þing-
heimur hélt áfram að vera varkár og treg-
ur og lauk lagasmíðinni með ákvæði um
að þau skuli falla úr gildi í heild í árslok
1987.
Það var búið að þrasa lengi í stjórn-
skipuðum nefndum og á Alþingi um laga-
frumvörp um málefni aldraðra áður en
samþykkt þeirra náðist fram, og það er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir um
hvað var þrasað vegna þess að þeir þing-
menn, sem kjörnir verða í vor verða að
taka afstöðu til þess á haustþingi hver
framtíð þessara ágætu laga verður. Á að
samþykkja þau óbreytt á ný eða gera á
þeim einhverjar lagfæringar að fenginni
reynslu eða munu nýir þingmenn fleygja
verkefninu frá sér?
Deilurnar í nefndunum og á Alþingi
snerust að mestu um kostnað, hvernig
afla skyldi fjár og hve mikils, og hverjir
ættu síðan að ráðstafa fénu. Einnig var
mikið deilt um skipulag og nauðsyn þess,
og um sjálfstæði stofnana. Um rétt stofn-
ana til að ráða sjálfar við hverjum þær
taka og rétt hinna opinberu aðila, sem
greiða rekstrarkostnað, var einnig deilt.
Þessar deilur standa á vissan hátt enn og
setja sitt mark á framkvæmd laganna.
Væntanlega eru þó flestir sammála um að
markmiðsgrein laganna sé eðileg og
skynsamleg en þar segir:
„Markmið þessara laga er , að aldraðir
fái þá heilbrigðis- og félagslegu þjónustu
sem þeir þurfa á að halda, og að hún sé
veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast
og hagkvæmast miðað við þörf og ástand
þess aldraða. Lögin miða að því að aldr-
aðir geti svo lengi sem verða má búið við
eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt sé séð
fyrir nauðsynlegri stofnanaþjónustu, þeg-
ar hennar er þörf.“
I samræmi við markmiðsgreinina eru
í lögunum ákvæði um þjónustu á heimil-
um aldraðra, og þar fá sveitarfélög hvatn-
ingu til að veita slíka þjónustu, sem felst
í því að sjúkrasamlög eru skylduð til að
greiða kostnað af rekstri heimaþjónustu,
þó þannig að sveitarfélögin greiða 65%
kostnaðar en ríki 35%. Ekki þarf að efa
að þessi fjárhagsstuðningur hefur átt sinn
þátt í því að heimaþjónusta á vegum
sveitarfélaga hefur aukist verulega eftir
tilkomu laganna. Heimaþjónustan nær til
læknisvitjana, heimahjúkrunar, endur-
hæfingar, heimilishjálpar, félagsráðgjafar
4