Réttur - 01.01.1987, Síða 6
SIGURSVEINN E>. KRISTINSSON:
Magnús Kjartansson -
Tjóðfrelsisbarátta —
Jafnréttisgangan 1978
Þegar herstöðvaandstæðingar hefja að nýju Keflavíkurgöngur vorið 1971, eru
þeir haldnir nýrri bjartsýni. í forsetakosningunum 1968, hafði myndast samfylk-
ing Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og vinstrisinnaðs fólks, sem myndað
hafði flokk „Frjálslyndra og vinstri manna“. Alþingiskosningar voru skammt
undan og útlit fyrir samstöðu um að krefjast brottflutnings bandaríska hersins frá
Keflavík. í kosningunum í júní 1971 hlutu þessir 3 flokkar 32 þingsæti (af 60 á
þingi). Með því var bundinn endir á 11 ára hægri stjórn Sósíaldemokrata og
Sjálfstæðisflokksins.
Magnús Kjartansson hafði verið þing-
maður síðasta kjörtímabil og var nú kos-
inn öðru sinni. Allan sjöunda áratuginn
hafði hann verið í forustusveit Sósíalista-
flokksins og síðan Alþýðubandalagsins
og jafnframt aðalritstjóri Þjóðviljans. Nú
er hann skipaður ráðherra iðnaðar-, heil-
brigðis- og tryggingamála, og einnig falið
að fylgjast sérstaklega með framkvæmd
stjórnarsáttmálans að því er varðar utan-
ríkismál. Þegar stjórn Ólafs Jóhannes-
sonar var mynduð, voru liðin 11 ár frá því
að herstöðvaandstæðingar hófu fyrstu
gönguna frá Keflavík til Reykjavíkur.
í viðtali sem Magnús Kjartansson átti
við þýskan blaðamann í byrjun október
1973, segir að þrjú stór verkefni, sem öll
vörðuðu fullt sjálfstæði íslensku þjóðar-
innar hefðu verið tekin upp í stjórnarsátt-
málann og skyldu þau hafa forgang á
kjörtímabilinu:
1. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar.
2. Öflug uppbygging iðnaðar í landinu,
án erlendrar íhlutunar.
3. Brottflutningur Bandaríkjahers frá
Keflavík.
Fiskveiðar og fiskvinnsluiðnaður skyldi
einnig í framtíðinni verða grundvöllur
efnahags þjóðarinnar, — þessvegna hefur
stjórnin nú þegar keypt eða pantað 40 tog-
ara og með því endurnýjað úthafsveiði-
flotann. Til þess að vernda lifandi auðs-
uppsprettu á fiskimiðunum kringum land-
ið hefur fiskveiðilögsagan verið færð út í
50 sjómílur, gegn harðri mótstöðu Nató-
ríkjann, Bretlands og Vestur-Þýskalands.
Nú vaknar hin örlagaríka spurning.
Hvort tekst íslensku þjóðinni í þetta sinn
að reka dátana á Keflavíkurflugvelli heim
til sín? Munu heimsvaldasinnar Banda-
ríkjanna láta landið í friði? Eða munu
þeir hefja mótaðgerðir? Það átti eftir að
6