Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 19
und ár, — haföi þó verið afnumin að
mestu í ca. tvo áratugi eftir 1942 undir
forustu sósíalista og fyrir harða baráttu
verkalýðsins.
Orlagaspurningin, sem nú liggur fyrir
hverjum Islending við komandi kosningar
er: A meginhluti íslensks verkalýðs að
verða útþrælkuð og kaupkúguð undirstétt
„íslenskra“ milljónamæringa og erlendra
yfirboðara þeirra, sem með svikum hafa
náð tökum á landi voru — og hugsa sér að
gera Islandinga að fórnardýrum fyrir sig í
þeirri árásarstyrjöld, sem „hernaðar- og
stóriðju-klíka“ Bandaríkjanna undirbýr.
Til hvers höfum vér barist gegn illri út-
lendri áþján5, til hvers hafa Jónas Hall-
grímsson, Þorsteinn Erlingsson, Jóhannes
úr Kötlum og önnur þjóðskáld vor sungið
þrótt í þjóð vora, stjórnmálaforingjar allt
frá Baldvin Einarssyni og Jóni Sigurðs-
syni til Skúla Thoroddsens og annarra
frelsisfrömuða barist sinni hetjubaráttu,
ef nú á að gefast upp fyrir erlendu pen-
ingavaldi, sem vill fórna þjóð vorri, láta
útrýma henni í árásarstyrjöld sinni, — ef
vér nú lútum bandarísku böðulsvaldi,
þegar þjóð vor er í mestu lífshættu, sem
hún hefur nokkru sinni komist í.
Alþýðubandalagið er sá flokkur, sem
hefur uppsögn „varnarsamningsins“ og
útgöngu úr Nato á stefnuskrá sinni.
Alþýða íslands þarf að fylkja sér um
hann, bæði hagsmuna sinna vegna og til
að fylkja liði um frelsishugsjón þjóðar
vorrar og líf hennar á örlagastund.
SKÝRINGAR:
1 S}á nánar um þetta í greininni um Hermann Jón-
asson í „Rétti“ 1976, bls. 48—49.
2 Keflavíkurflugvöllur hefði þá orðið eingöngu
herflugvöllur, lokaður fyrir íslenskum flugvélum
og íslendingum — og vafalaust margfalt stærri
en nú.
3 Skerjafjörður og umhverfi hans beggja megin
hefði þýtt brottflutning eða niðurrif marga húsa
Reykjavíkurmegin og hvað Álftanes snertir, þá
var eins hugsanlegt að Bessastaðir yrðu gerðir að
bústað leiðtoga sjóflughersins. Ef til vill hefði
líka Reykjavíkurflugvöllur verið eyðilagður —
og hættan fyrir Reykjavík stóraukist. Það hefði
orðið lítið úr byggð í Kópavogi og Garðabæ.
4 Hvalfjörður getur geymt skip hundruðum saman
eins og sýndi sig í stríðinu — og megnið af sam-
gönguleiðum íslendinga á þessu landsvæði hefðu
verið hindraðar.
5 Um erlenda kúgunarvaldið, er við tók af því
danska, má lesa í bókinni „ísland í skugga heims-
valdastefnunnar", er Jón Guðnason skráði í
samráði við E.O.
19