Réttur


Réttur - 01.01.1987, Page 24

Réttur - 01.01.1987, Page 24
um sem áratuga stjórn auðvaldsins hafði vanrækt. Sandinistar settu á laggirnar ríkisráð þjóðlegrar endurreisnar til þess að stjórna landinu þar til kosningar gætu far- ið fram. Þeir settu einnig á stofn löggjaf- arþing til bráðabirgða, skipað fulltrúum þeirra fjöldahreyfinga sem áttu hlut að falli Somoza. í þessari stofnun sátu einnig fulltrúar þeirra kapítalista og jarðeigenda sem sneru baki við Somoza áður en hann hrökklaðist frá völdum. Nokkrir þessara aðila fengu sæti í ríkisráðinu og í ráðu- neytum. Réttarstaða Nicaraguabúa Eitt fyrsta verk ríkisráðsins var að ákveða lög um réttindi Nicaraguabúa og fella þar með úr gildi stjórnarskrá Som- oza. Þessi lög hafa gilt síðan. Nú mun nýja stjórnarskráin koma í þeirra stað. Með lagasetningunni var bundinn endi á blygðunarlaust og ólýðræðislegt stjórn- arfar einræðisins. Þess í stað var lýst yfir víðtækum réttindum til handa öllum íbú- um Nicaragua, þar á meðal réttindum til að stofna samtök jafnt í borgum sem til sveita, til að gefa út eigin blöð og stofna stjórnmálaflokka. Lögin voru ekki ítarleg, enda gefin út einungis mánuði eftir valdatökuna. Þeim var fyrst og fremst ætlað að tryggja vinn- andi alþýðu rétt til þess að berjast fyrir félagslegum úrbótum og benda á grund- vallartilgang nýja ríkisins: Bæta úr félags- legum þörfum þjóðarinnar, atvinnuástandi, fæðuframleiðslu, efnahagsþróun, mennt- un, heilsu og húsnæði. Hinn vinnandi fjöldi í Nicaragua tók nú að beita ríkisvaldinu til að hefja landið upp úr vanþróun og verja nýju bylting- una. Þjóðvarðlið Somoza hafði verið lagt í rúst. Komið var á fót alþýðuher Sandin- ista og lögreglu Sandinista. Óbreyttum borgurum voru fengin vopn í hendur og þeir skipulagðir í varnarsveitir alþýðu. Ríkisstjórnin tók yfir banka og utanrík- isverslun og gerði upptækar jarðir og fyrirtæki í eigu Somoza og nánustu sam- starfsmanna hans. Jarðnæði var úthlutað til fátækrar sveitaalþýðu og samvinnubú- um komið á. Heilsugæslustöðvar, skólar og vatnsleiðslur náðu nú til sveitahéraða. Víðtækri lestrarherferð var hlevpt af stokkunum. Skipulagðar voru herferðir til þess að stofna verkalýðsfélög, lands- samtök fyrir sveitaalþýðu, varnarsveitir í íbúðahverfum og kvenna- og æskulýðs- samtök. Þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru gerðar í þágu hins vinnandi fjölda. Samtímis skutu þær kapítalistum, jarð- eigendum og valdatopp kaþólsku kirkj- unnar skelk í bringu, að ógleymdri sjálfri Bandaríkjastjórn. Ósvikið lýðræði blasti nú við í fyrsta sinn í sögu Nicaragua. Mótleikur Bandaríkjastjórnar var áróð- ursherferð um „alræði Sandinistanna“. Málaliðastríð Bandaríkjastjórnar Það var hvorki hægt að þröngva Sand- inistum né kúga til þess að skipta um stefnu. Því hóf stjórnin í Washington málaliðastríð á hendur Nicaragua árið 1981 og notaði til þess fyrrverandi þjóð- varðliða Somoza, þjálfaða af bandarísku leyniþjónustunni CIA. Málaliðarnir í þessu stríði sem bráðum hefur staðið yfir í sex ár, ganga undir nafninu kontra-skæruliðar. Takmarkið er að steypa ríkisstjórn Nicaragua og brjóta byltinguna á bak aftur. Stríðið neyðir verkamenn og sveitaalþýðu til að láta allt annað víkja fyrir sigrinum yfir málaliðum og bandamönnum þeirra, Bandaríkja- stjórn. Stríðið hefur dregið úr uppbygg- 24

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.