Réttur


Réttur - 01.01.1987, Page 27

Réttur - 01.01.1987, Page 27
I'átttakendur á borgarafundi kvenna í Managua ræða ýmis atriði sem snerta stöðu kvenna í nýju stjórnar- skránni. (Mynd I.P.) um arðráns á sveitaalþýðunni“. I fyrri drögum voru þessi tvö atriði ekki með. Mikilvægar breytingar voru gerðar í kaflanum um réttindi kvenna, þar á með- al var sérstök trygging gagnvart kynferð- ismismunun vegna eignarhalds á landi, pólitískra réttinda og skilnaðar. Nýjum atriðum var bætt við sem bönnuðu at- vinnurekendum að neita að ráða barns- hafandi konur í vinnu eða reka þær. Þá var hert á skuldbindingum ríkisins um umönnun barna vinnandi foreldra. Kveðið var skýrar á um meðákvörðun- arrétt verkafólks í verksmiðjum. í efna- hagsmálakaflanum var sú grein sem kvað á um að sjálfstæðum atvinnurekendum væri tryggður „sanngjarn lágmarksgróði“ felldur brott. Borgarafundirnir gerðu verkamönnum og sveitaalþýðu kleift að taka beinan þátt í stjórnarskrárumræðunni og hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Þjóðfélagsstyrkur þeirra endurspeglast í stjórnarskránni. Drögin þróuðust til hins betra á borgara- fundunum vegna þess að þar ræddi vinn- andi fólk þá ávinninga sem það hafði náð í baráttu sinni. Þessi alþýðuþing voru líka raunveru- legur skóli fyrir alþýðu Nicaragua. Hægt var að ræða og rökræða brýnustu vanda- mál landsins og hvernig mætti leysa þau. Einnig fóru fram almennari umræður um eðli og markmið byltingarinnar. Grundvallareinkenni stjórnarskrárinn- ar breyttust ekki. Skjalið festi í sessi lýð- ræðislegt og sjálfstætt lýðveldi með ríkis- stjórn sem er ábyrg fyrir að efla hagsmuni meirihluta Nicaraguabúa, verkamanna og 27

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.