Réttur


Réttur - 01.01.1987, Page 28

Réttur - 01.01.1987, Page 28
sveitaalþýðu. Skjalið sýnir ljóslega hversu núverandi staða byltingarinnar er mótsagnakennd. Á sama tíma og póli- tísku völdin eru í höndum vinnandi al- þýðu eru kapítaliskar eignaafstæður enn tii staðar. í byrjun skjalsins eru fimm „grundvallargreinar“. Fyrsta greinin staðfestir rétt Nicaragua sem „þjóðlega sjálfstæðs fullvalda ríkis með þjóðlegan sjálfsákvörðunarrétt" og afneitar „öllum erlendum afskiptum af innri málefnum Nicaragua." Grein tvö lýsir því yfir að vald hins þjóðlega fullvalda ríkis sé hjá alþýðunni sem ákveður „uppbyggingu þess efna- hagslega, félagslega og pólitíska kerfis sem samræmist þörfum hennar.“ í grein þrjú í stjórnarskránni segir að Nicaragua sé skuldbundin „baráttunni fyrir friði og réttlátri alþjóðlegri skipan" og fordæmdi því „öll form yfirdrottnunar og arðráns nýlendu- og heimsvaldastefnu.“ Tvær síðustu greinarnar fjalla um eðli núverandi ríkisvalds í Nicaragua. í grein fjögur er sýnt fram á að ríkisvaldið „sé grundvallartæki alþýðunnar til þess að út- rýma öllum formum yfirdrottnunar og arðráns, til eflingar efnislegra og andlegra framfara þjóðarinnar og til þess að tryggja hagsmuni og réttindi meirihluta alþýðu.“ I grein fimm segir að ríkisvaldið „tryggi pólitískt fjölræði, blandað hagkerfi og óháð rxki.“ í greininni er pólitískt fjöl- ræði túlkað sem réttur pólitískra hópa til að starfa og taka virkan þátt í pólitískri starfsemi „án hugmyndafræðilegra tak- markana‘% að undanskildum þeim sem reyna að koma á Somoza-kerfinu á nýjan leik. Með blönduðu hagkerfi er átt við „tilvist mismunandi eignarforma, bæði al- menningseignar og einkaeignar, félags- lega eign, eign á grundvelli samvinnufé- laga og sameiginlegrar búsetu.“ Þessi eignaform, heldur greinin áfram, verður að nota „til að skapa auð til þess að full- nægja þörfum landsins og íbúa þess. Með óháðu ríki er átt við stuðning við barátt- una fyrir friði, virðingu fyrir fullveldi allra þjóða og andstöðu við öll form kúgunar af hálfu nýlendu-, heimsvalda- og kyn- þáttaaðskilnaðarsinna. I stjórnarskránni er kveðið á um fjögur sjálfstæð valdsvið — framkvæmdavald, löggjafarvald, dómsvald og valdsvið sem tekur til kjörgengis einstaklinga til embætta og skuldbindinga þeirra gagnvart kjós- endum sínum fyrir og eftir kjör þeirra. Þessi ríkisstjórn er ábyrg fyrir því að tryggja rétt allra íbúa Nicaragua til menntunar, atvinnu, heilsugæslu, sóma- samlegs húsnæðis, frístunda auk fjölda annarra réttinda. Lýðréttindi Ákvæði stjórnarskrárinnar um lýðrétt- indi eru mikilvæg. í ljósi gagnrýni Banda- ríkjastjórnar á ríkisstjórn Nicaragua er athyglisvert að kaflinn um lýðréttindi nær mun lengra en samsvarandi kafli í banda- rísku stjórnarskránni. Auk þess að tryggja málfrelsi, fundafrelsi, trúarfrelsi og önnur grundvallarréttindi eins og gert er í stjórnarskrá Bandaríkjanna, tryggir stjórnarskrá Nicaragua réttindi þeirra sem leita hælis sem pólitískir flóttamenn, afnemur dauðarefsingu, kemur á réttind- um um friðhelgi einstaklingsins og lýsir því yfir að markmið fangelsisvistar sé að endurmennta fangana, bæta skólagöngu þeirra, borga þeim sómasamleg laun fyrir vinnu þeirra í fangelsum og aðstoða þá við að samlagast félagslega á nýjan leik. Hámarksrefsing er 30 ár og barsmíðar og pyntingar líðast ekki. Ákvæðið um gildistöku neyðarástands- 28

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.