Réttur - 01.01.1987, Síða 29
laga — eins og nú eru í gildi þar sem ák-
veðin borgararéttindi hafa verið afnumin
í Nicaragua vegna stríðsins — eru einnig
í stjórnarskránni. En þau hafa verið flutt
úr kaflanum um varanlegt vald ríkis-
stjórnarinnar yfir í lokakaflann þar sem
fjallað er um sérstakar aðgerðir til að
nema úr gildi eða gera breytingar á
stjórnarskránni.
Bandaríkjastjórn beitir þrýstingi
Bandaríkjastjórn gerði allt sem í henn-
ar valdi stóð til þess að koma í veg fyrir
að lokið yrði við stjórnarskrána og hún
samþykkt. Reynt var að fá stjórnarand-
stöðuflokkana til að draga sig út úr
stjórnarskrárumræðunni í von um að
skjalið og þar með ríkisstjórn Nicaragua
yrði ótrúverðug.
Flokkar kapítalistanna í Nicaragua
klofnuðu í afstöðu sinni til tilrauna
Bandaríkjastjórnar vegna þess að þeir
voru líka undir þrýstingi fjöldans í land-
inu, sem leit á það sem skyldu sérhvers al-
varlega þenkjandi stjórnmálaflokks við
föðurlandið, að taka þátt í umræðunni.
Aðalleiðtogi Óháða Frjálslynda
flokksins, Virgilio Godoy lenti í minni-
hluta þegar hann lagði til að flokkurinn
drægi sig út úr lokaumræðunni um stjórn-
arskrána í þinginu. Meirihluti flokksfor-
ystunnar var þeirrar skoðunar að það
kæmi flokknum betur að setja fram
skoðanir sínar, jafnvel þótt þær yrðu ekki
samþykktar.
í Lýðræðissinnaða íhaldsflokknum var
tekist á um hvort ætti að hundsa stjórnar-
skrárumræðuna. Því var hafnað. Niður-
staðan var sú að allir stjórnmálaflokkarn-
ir sjö tóku þátt í umræðunum. Af 202
greinum stjórnarskrárinnar voru 46 sam-
þykktar samhljóða.
Formáli stjórnarskrárinnar
Á síðasta degi stjórnarskrárumræðunn-
ar urðu deilur um hvort skírskota ætti til
nafns guðs í formála skjalsins, en það var
krafa stjórnmálaflokka kapítalistanna.
Þess í stað lagði FSLN til að bætt yrði við
formálanna grein þar sem fagnað er hlut-
verki þeirra Nicaraguabúa sem eru kristn-
ir og börðust gegn einræði Somoza „með
tilvísun til trúar sinnar á guð“. Flokkar
kapítalista samþykktu þessa grein.
Forseti þingsins Carlos Núnez sem er í
Þjóðarráði FSLN benti síðar á, að ef þeir
hefðu skellt skollaeyrum við þessari um-
ræðu hefðu þeir auðveldað Bandaríkja-
stjórn þann áróður að Sandinistar legðu
trúarbrögð í einelti. Auk þess, sagði
hann, hefði það sundrað að óþörfu þeim
Nicaraguabúum sem eru trúaðir og þeim
sem eru það ekki.
Rafael Solís, ritari þjóðþingsins og
þingmaður FSLN gerði grein fyrir al-
mennum viðhorfum Sandinista til stjórn-
arskrárinnar. FSLN hafði meirihluta til
þess að ákveða hvað stæði í stjórnar-
skránni algerlega eftir eigin höfði, en
„það hefði verið pólitískt rangt“ sagði
hann.
„Við viljum heldur ná fram almennri
samstöðu. Það er nauðsynlegt að stjórn-
arskráin stuðli að þjóðareiningu Nicarag-
uabúa og styrki varnir byltingarinnar í
sem breiðustum skilningi. Ef við sam-
þykkjum stjórnarskrána með því að beita
meirihlutavaldi okkar, myndum við auka
á deilur milli FSLN og annarra stjórn-
málaflokka sem eru líka fulltrúar margra
Nicaraguabúa.“
Flokkadrættir
Það kom oft fyrir að þingflokkar
greiddu ekki atkvæði sem ein heild. Sem
dæmi má nefna að innan Lýðræðissinn-
29