Réttur - 01.01.1987, Page 30
aða íhaldsflokksins er harðlínuhópur
þriggja hægrisinnaðra þingmanna sem
nefnist Sikileyska flokksbrotið. Þeir voru
eindregið á móti því að minnst væri á
jarðnæðisumbætur í stjórnarskránni.
(Einn þeirra er Enrique Sotelo, lög-
fræðingur Eugene Hasenfus starfsmanns
CIA sem var einn um að komast lífs af
þegar flugvél sem flutti birgðir til kontra-
skæruliða var skotin niður yfir Nicaragua
í október á síðasta ári.) Aðrir meðlimir
Lýðræðissinnaða íhaldsflokksins voru
gáttaðir á þessari framkomu.
Leoncio Rayo, sem á ættir að rekja til
sveitafólks, var þingfulltrúi Kristilega
flokksins. Hann leiddist til stuðnings við
ýmsar tillögur FSLN og taldi að flokkur
sinn þjónaði ekki stéttarhagsmunum
sínum. Aðalleiðtogi Kristilega flokksins,
Mauricio Díaz, réðst á hann og hélt því
fram í reiði sinni að Rayo væri „Sandinisti
sem laumað hefði verið inn í flokkinn.“
Þingfulltrúar FSLN stóðu saman í at-
kvæðagreiðslunni um öll meiriháttar póii-
tísk atriði. Engu að síður komu þeir fram
með ólík sjónarmið. Þingfulitrúi Sandin-
ista Danilo Aguirre, aðstoðarritstjóri
dagblaðsins E1 Nuevo Diario lagði til að í
stjórnarskránni stæði að ríkisvaldið
„stuðlaði að hjónabandi“. Margir þing-
fulltrúar FSLN mótmæltu honum hástöf-
um. Tillagan var ekki felld inn í kaflann
um fjölskylduna og samþykkti Aguirre
þær málalyktir.
Umræðan um blandað hagkerfi
Flokkur Marx-lenínista tók virkastan
þátt í stjórnarskrárumræðunni af þeim
stjórnmálaflokkum sem einkennast af
vinstri róttækni. Hann setti fram breyt-
ingartillögur við hverja einustu grein og
hlaut virðingu viðstaddra fyrir samkvæma
og alvarlega þátttöku á borgarafundunum
og í þeim nefndum þar sem drögin voru
rædd.
Þótt þingfulltrúi Marx-lenínista Carlos
Cuadra hafi greitt atkvæði með mörgum
tillögum FSLN og gert uppkast að sumum
þeirra í samvinnu við Sandinista, þá
greiddi hann engu að síður atkvæði gegn
stjórnarskránni í heild. Andstaða hans
beindist aðallega að þeim þáttum sem
lutu að pólitísku fjölræði, blönduðu hag-
kerfi og óháðu ríki.
Röksemdarfærsla Marx-lenínista gekk
út á það að með þessu væri „auðvalds-
skipuiagið fest í sessi.“ Þeir héldu því
ennfremur fram að með því að setja þessa
þætti í stjórnarskrána væri FSLN að
„hafna uppbyggingu sósíalisma í Nicarag-
ua.“ Að mati Marx-lenínista hindraði
stjórnarskráin með þessum hætti baráttu
verkamanna gegn arðráni.
í umræðunni við Marx-lenínista benti
Carlos Núnez á að „sósíalisma verður
ekki komið á með tilskipun.“ Stjórnar-
skráin skjalfestir ávinninga alþýðufjöld-
ans í Nicaragua. Hún viðurkennir þá
staðreynd að byltingin stendur — framar
öllu öðru — í baráttu fyrir lífi sínu við
öflugasta herveldi á jörðinni.
Stjórnarskráin getur ekki kveðið á um
það sem ekki hefur áunnist í framvindu
stéttabaráttunnar eða í meðvitund fjöld-
ans og hún gerir það heldur ekki. Stjórn-
arskráin getur heldur ekki hafið sig yfir
núverandi stig framleiðsluaflanna í Nicar-
agua með tilgerðarlegum hætti. Nicaragua
er ennþá eitt fátækasta land rómönsku
Ameríku og iðnaður er mjög lítill.
Samt sem áður staðfestir skjalið á skýr-
an hátt hvers kyns ríkisvalds er þörf til að
leiða umskiptin til þeirra efnahagslegu
umbreytinga sem munu binda enda á
stéttaarðrán.
30