Réttur - 01.01.1987, Qupperneq 34
III.
Og hættan var ekki liðin hjá.
Á árunum 1919-21 réðust alls 14 gagn-
byltingarherir á hið unga verkalýðsríki,
ósamstæðir og úr öllum áttum. Og í
hetjulegri og fórnfrekri vörn gegn þeim
féll helmingur af þeim flokksfélögum, er
byltinguna gerðu 7. nóv. 1917, — en sigr-
uðu.
Kraftaverk rússnesku kommúnistanna
og alþýðunnar, er þeim fylgir, bjargar lífi
byltingarinnar. — En í árslok 1921 var
framleiðslan á því landsvæði, er byltingin
réði, komin niður í '/ó þess, er hún var
1913.
Það var engin tilviljun, heldur lífsnauð-
syn, er Lenin gerði tvennt á árinu 1921:
að koma á „Nep“, þ.e. leyfa einkafram-
taki vissa aðstöðu — og rita bókina
„Vinstri róttækni eða barnasjúkdómar
konimúnismans“, til þess að vara flokk-
inn við því ofstæki og einangrunarstefnu,
sem heltekur stundum hugsjónahreyfing-
ar, jafnt trúarbrögð sem stjórnmálahreyf-
ingar.
Sú aðvörun Lenins átti ekki aðeins rétt
á sér, er byltingin var að slíta barnsskón-
um. „Barnasjúkdómar“ geta alveg sér-
staklega orðið banvænir, ef menn — og
flokkar — fá þá á fullorðinsárum.
Og það átti Kommúnistaflokkur Sovét-
ríkjanna eftir að reyna.
IV.
Hér er ei staður né stund til að rekja
sö|u þessa flokks og Sovétríkjanna.
I þeirri sögu skiptast á tímabil hörmu-
legustu heiftarverka annarsvegar og stór-
fenglegustu hetjudáða og fórna hinsveg-
ar, er forða mannkyninu frá ógn fasism-
ans með því að leggja hann að velli.
Spurningin, sem margir menn nú velta
fyrir sér, er hvort margir þeir, sem urðu
því ofstæki að bráð, sem Lenin forðum
varaði við, verði nú að lokum viður-
kenndir sem einhverjir bestu leiðtogar,
sem Sovétríkin áttu, menn eins og t.d.
Bucharin' o.fl. Einnig vaknar sú spurning
hvort verknaður eins og innrásin í Tékkó-
slóvakíu 19682 verði nú gagnrýndur sem
brot á siðferðireglum sósíalismans, en sú
innrás var samþykkt í framkvæmdanefnd
flokksins (Pol-búro) með 6 atkvæðum
gegn 5 — og réð Breschnew þar úrslitum
gegn forseta landsins, forsætisráðherra og
Suslow, aðalmanni alþjóðastefnu flokks-
ins.
Vinir Sovétríkjanna munu vonast eftir
því að sem best takist til og forn mistök
verði viðurkennd. Slíkt verður til þess að
auka veg sósíalismans.
Pað mun hinsvegar enginn ætlast til
þess að þau níðingsverk sem Bandaríkja-
stjórn lét vinna, ekki síst á árum Kalda
stríðsins verði viðurkennd. Morðin á Sacco
og Vanzetti eða á Rosenberg-hjónunum
munu halda áfram að verða svartir blettir
á bandarísku réttarfari.
SKÝRINGAR:
1 Um Bucharin. einn af bestu leiðtogum Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna. má lesa nánar í
„Rétti" 1978. bls. 174-175.
2 Atkvæðagreiðslan í framkvæmdanefnd sovéska
Kommúnistaflokksins um innrásina í Tékkó-
slóvakíu var tekin nóttina 16. - 17. ágúst 1968 og
það varð Ijóst hvernig atkvæði höfðu failið. er
Husák. sem tók við af Dubcek, veitti aðeins 6 af
11 meðlimum framkvæmdanefndarinnar háa
„orðu". Þessir 6 höfðu greitt atkvæði með inn-
rásinni og það voru: Woronow, Kirilenko.
Pelsche, Schelepin, Sekelest og Breschnew. Á
móti höfðu greitt atkvæði þessir fimm: Kossygin,
Masurow, I’odgorny, Poljanski og Suslow. — í
„Rétti" var innrásin fordæmd í grein. sem hét
„Hvernig gat þetta gerst?" og birtist í 3. hefti
1968. bls. 127-134.
34