Réttur


Réttur - 01.01.1987, Síða 37

Réttur - 01.01.1987, Síða 37
Winnie með dætrum þeirra hjóna, Zeni og Zindzi Nú voru stofnuð samtökin „Umkhonto Sizwe“ (Spjót þjóðarinnar), hernaðar- armur ANC, til þess að svara hernaðarof- beldi stjórnarinnar með skipulegum að- gerðum. Þessi samtök framkvæmdu skemmdarverk á eigin ábyrgð, án þess að valda manntjóni. Takmarkið var að trufla fjárfestingu, sérstaklega erlendra aðila. Nelson Mandela rökstuddi aðgerðirnar þannig: „Stjórnin hefur svarað friðsam- legum kröfum okkar um aukin mannrétt- indi og frelsi með síendurteknu og vax- andi ofbeldi. Hjá hverri þjóð kemur sá tími þegar aðeins er um tvo kosti að velja, að gefast upp eða berjast...“ Nú varð Nelson Mandela mest eftirlýsti maður í Suður-Afríku. í tvö ár tókst hon- um að komast hjá handtöku lögreglunn- ar. Hann ferðaðist leynilega til margra Afríkuríkja til að afla fjár- og hernaðar- stuðnings við ANC. Ári síðar var nær all- ur leiðtogahópur ANC svikinn á sama hátt og fluttur í aðalstöðvar leynilögregl- unnar ásamt Mandela, sem fluttur var úr þrælavinnunni á Robbin-eyju til þess að vera fyrsti ákærði í þessum hóp. Átta leiðtogar ANC voru nú dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir skemmdarverk og ráðagerð- ir um valdarán.1 Varnarræða Nelsons Mandela er ein af merkustu skilríkjum úr sögu frelsisbarátt- unnar. Hann gerir þar skíra grein fyrir pólitískri hugsjón sinni um frjálst lýð- ræðisþjóðfélag, þar sem allir geti lifað saman í friði. — Hugsjón sem hann er reiðubúinn að fórna lífinu fyrir. Mótmæli bárust hvaðanæva úr heimin- unt. „Dómur sögunnar mun sanna sekt stjórnar Suður-Afríku í samræmi við al- þjóðaálit samtímans,“ skrifaði Times í London. Stjórn hvíta minnihlutans taldi sig hafa endanlega sigrað ANC með því að loka virtustu leiðtoga frelsisbaráttunnar, sem sýnt höfðu fágætt siðgæði í frelsisbarátt- unni, bak við gaddavírsgirðingu á kletta- eyjunni þaðan sent engum er undankomu auðið. En stjórnin hafði látið blekkjast. 37

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.