Réttur


Réttur - 01.01.1987, Page 42

Réttur - 01.01.1987, Page 42
Tvö hámörk íslenskrar sjálfstæðis- baráttu á þessari öld Nær eignast þjóðin skilning, kjark og dug til að ná hinu þriðja Þjóð vor hafði orðið að þola sex alda kúgun, er hún hóf fyrir alvöru frelsisbar- áttu sína undir kjörorðinu: „Eigi víkja“. Hún var hörð sú barátta, því alltaf voru til menn, sérstaklega innan yfirstéttarinn- ar, sem vildu víkja fyrir erlenda valdinu og gerast þjónar þess — og oft skall hurð nærri hælum — og svo er enn. 1908 Árið 1907-8 hafði meirihluti alþingis- manna samþykkt uppkast það, sem hefði tengt Island, líklega órjúfanlega við Dan- mörku. í ncfndinni, sem samdi í Kaup- mannahöfn var aðeins einn maður á móti „uppkastinu“, Skúli Thoroddsen. En síðan kom til kasta alþýðu íslands. Við kosningarnar 1908 var í fyrsta sinn leynileg kosning og kjörstaðir í hverjum hrepp að heita mátti: karlkyns al- menningur gat neytt kosningaréttar síns án ótta við kaupmannavaldið, — (áður sátu þeir lánardrottnarnir oft við kjör- borðið með skuldalistana opna) — og stutt var nú í kjörstaði, (áður var t.d. Borðeyri eini kjörstaðurinn í allri Strandasýslu.) Þegar íslensk alþýða fékk óhindruð að segja sitt orð í sjálfstæðisbaráttunni, var skipt um sköp: Meirihuti alþingismanna, sá er gekk danska valdinu á hönd í upp- kastsmálinu, var felldur. Það var undir forustu Skúla og Björns Jónssonar kosinn nýr meirihluti á Alþingi, andvígur „upp- kastinu“ og felldi það. ísland hafði sloppið við að ánetjast Danmörku um ófyrirsjáanlegan tíma. Al- þýðan hafði unnið íslandi stórsigur í frels- isbaráttunni undir forustu tveggja harð- skeyttra og framsýnna foringja. Fyrra hámarkinu í frelsisbaráttunni á þessari öld var náð. 1944 - 1945 Sameinuð rís þjóðin aftur upp í allri þeirri andlegu reisn, sem hún hefur upp- lifað glæstasta. Islensk þjóð endurreisir frjálst lýðveldi á Þingvöllum 1944 og neitar því stórvcldi, er hertekið hafði landið, 1945 um að af- henda því undir yfirráð þess til 99 ára þrjá hluta landsins sem herstöðvar til 99 ára. Menn óttuðust, eins og Ólafur Thors síð- ar komst að orði, að svo „ætti að stjórna 42

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.