Réttur


Réttur - 01.01.1987, Side 44

Réttur - 01.01.1987, Side 44
ERLEND VÍÐSJA WbbÆ Joe Slovo, aðalritari Kommúnistaflokks Suður-Afríku Eftir fráfall Moses Mabhida hefur mið- stjórn Kommúnistaflokks Suður-Afríku nú kosið Joe Slovo aðalritara flokksins. Slovo var fæddur í Lithaugalandi í Sovétríkjunum 1926, en fluttist með for- eldrum sínum til Suður-Afríku 9 ára gamall. Hann nam lög við Witwaters- rand-háskólann og útskrifaðist þaðan 1950. Árið 1949 kvæntist hann Ruth First, er myrt var 1982 í Maputo með sprengju og hefur Réttur áður skýrt frá ævi og starfi þeirrar stórmerku konu. Joe Slovo hóf starfsemi sína í kommún- istahreyfingunni sem stúdent, fyrst í æskulýðssamtökunum, síðan í flokknum og hélt þeirri starfsemi áfram af fullum krafti eftir að flokkurinn var bannaður 1950. Hefur hann unnið frábært starf fyrir flokkinn, bæði sem lögfræðingur, skipu- lagsfrömuður vopnuðu sveitanna og í uppeldi flokksfélaga. Hann var kosinn formaður eftir dauða Dr. Yusuf Dadoo 1983. Árið 1961 sendi miðstjórnin hann út úr landinu, hættan var orðin of mikil og hefur hann síðan mestmegnis stjórnað baráttunni frá Map- uto og Lusaka. Daniel Thorne, gamall baráttufélagi i flokknum var kosinn formaður. Brjálæði kapitalismans Grundvallarmeinsemd auðvaldsskipu- lagsins er sjálf höfuðviðmiðunin: að fram- leiða til að græða. Afleiðingin er sú að 40 milljónir barna deyja árlega úr hungri. Ennfremur að 500 milljónir manna í heiminum svelta. Og hver eru viðbrögð auðvaldsins við þessum skorti: Fyrst allur þessi mann- fjöldi, sem þarfnast matar, ekki getur borgað fyrir hann, þá getur hann bara soltið í hel. Forseti Bandaríkjanna heitir á framleiðendur fæðuvara (hveitis o.s.frv.) að minnka framleiðsluna á þess- um matvörum. (Ella kann verðið að lækka!) í auðvaldslöndum Evrópu hrúg- ast upp byrgðir matvara („smjörfjöll o.s.frv.") — óseljanlegar! Og á íslandi skal nú skera niður kindur, minnka mjólkurframleiðslu o.s.frv., af því það er ekki gróði af slíku! Var ekki einu sinm boðberi bróðurkær- leikans, sem sagði: „Það, sem þú gerir 44

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.