Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 53

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 53
Við liggjum á gólfinu í bílnum. Það getur ekkert gerst, iofar hann. — En bara, segir hún, ef hann er nú vopnaður. Ég geri það hreint ekki. Svend er þegar kominn í bláa stakkinn sinn, hann reykir sígarettuna rólega. Hann brosir til hennar. — Komdu nú, Vita, segir hann. — Viltu að hann gangi laus? segir Kai. — Getum við ekki látið lögregluna um þetta? segir hún. En hún veit vel að það geta þau ekki. — Iss, lögreglan, fussar Kai. Hann gengur fram og til baka á teppinu, meðan hann lemur krepptum hnefanum í lófann. — Að þú skulir þora Kai, segir hún. — Heyrðu nú, segir hann, stundvís- lega klukkan níu gengur þú þangað. Þú gengur hægt og rólega upp að kirkjunni, þá erunr við búnir að vera þar góða stund. — En hvað með Katrínu? Þetta er síð- asta mótbára hennar. — Niður til Liz, segir Kai og danglar í hana. Niður til Liz, litla mín. Hún hefur farið í kjólinn og nýju skóna. Hælarnir hamra malbikið, þegar hún gengur yfir torgið. Hún ber töskuna á öxlinni og sveiflar lausa handleggnum þokkafullt. Hún finnur að hún gerir þetta vel. Hún gengur undir götuljósunum og horfir á skuggann fram undan. Bíllinn er þar sem hann á aö vera bak við skólann. Hún gengur umhverfis kórinn og með- fram gamla múrveggnum. Hana langar til þess að sncrta steinana til þess að finna að þetta sé raunverulegt. Það er sérstakur óhugnaður yfir gömlu byggingunni, það veit hún. Hún kemur að vestra húsgaflinum og lítur upp eftir þrepunum en hún sér hann ekki strax. Hún snýr sér og lítur til bílsins. Þeir eru að fara út úr bílnum. Á leið upp þrepin sér hún hann. Hann stendur í skugganum og snýr baki í dyrnar. Hún gengur til hans og hann stíg- ur fram úr skugganum. Skyndilega finnst henni allt vera rangt. Hann beygir sig og tekur hönd hennar, varir hans eru heitar. Hann segir eitthvað sem hún skilur ekki, en röddin er hás og blíð. Hún heyrir hratt fótatak og ætlar að draga að sér höndina. Hann snýr sér við og sér þá. Dökk augun stara á hana í undrun. Kai þrífur í hárið í hnakka hans. — Hvern djöfulann hefur þú hugsað þér? öskrar hann og keyrir höfuð Tyrkj- ans aftur á bak. Tyrkinn reynir að snúa sér til að sjá árásarmanninn, en Kai held- ur fast. Svend tvístígur fyrir franran Tyrkjann, dansar á stéttinni. — Svínið þitt, æpirhann. Hann spark- ar og hittir hann í lærið. Hann dansar fyr- ir framan Tyrkjann og sparkar aftur. Sparkið hittir og Tyrkinn lyppast niður. Vita sér að hann reynir að hnipra sig saman, en hann er máttvana á stéttinni. Kai er hræddur um að fá ekkert að gera, hann þrífur í Tyrkjann af öllum kröftum, slær, sparkar og öskrar þegar hann hittir. Tyrkinn veltir sér niður þrepin, þeir sveifla handleggjunum yfir honum og sparka. Vita gengur af stað, og meðan hún tipl- ar yfir torgiö, heyrir hún hávaðann frá barsmíðunum. Hann hefur gott af þessu, hugsar hún og þrýstir töskunni að sér. Hann hefur gott af þessu. Og svo fer hún að gráta. (Sólveig Einarsdóttir þýddi) 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.