Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 17
inn, vitandi að árangurslaust höfðu for-
eldrar hennar reynt að hjarga börnum
hennar, gyðingbornum sem Jesú ftá Nasa-
ret, úr klóm nasistanna.
Rose Schlösinger er nokkur síðar leidd
á aftökustaðinn, mætir dauðanum stolt,
vitandi að maður hennar framdi
sjálfsmorð, er hann frétti um dauðadóm-
inn yfir henni.
Næst á eftir henni kemur röðin að
Hilde Coppi. Hún hafði í síðasta bréfi
sínu áhyggjur út af „litla Hans“, er hún
fæddi í fangelsinu, en maður hennar,
„stóri Hans“ hafði verið hálshöggvinn í
desember 1942.
Ingeborg Kummerow er höggvin
nokkru síðar, vitandi að maður hennar
fylgir á eftir og börn þeirra tvö verða
munaðarlaus.
Sú yngsta, Liane Berkowitz, er höggvin
síðast. Hún hafði og fætt barn í fangels-
inu, er frá henni var tekið af nasistaníð-
ingunum.
Um kvöldið láta þær lífið hver á fætur
annarri, kvenhetjurnar, æðrulausar gagn-
vart böðlunum og í þessari tímaröð, sem
hér greinir:
Frida Wesolek, saumakona, kommún-
isti, kl. 19.09. —- Ursula Goetze, stúdent,
kommúnisti, kl. 19.12. — Marie Terwiel,
símakona, flokkslaus en gyðingur, kl.
•9.15. — Oda Schottmiiller, danskona,
óflokksbundin, kl. 19.18. — Rose
Schlösinger, vélritari, kommúnisti, kl.
•9.21. — Hilde Coppi, starfsstúlka, komm-
únisti, kl. 19.24. — Klara Schabbel, vél-
r>tari, kommúnisti, kl. 19.27. — Else
linme, deildarstjóri, flokkslaus, kl. 19.30.
Eva-Maria Buch, aðstoðarstúlka,
••okkslaus, kaþólsk, kl. 19.33. — Anne
Krauss, verslunarkona, óflokksbundin,
''l 19.36. — Ingcborg Kiimmerow,
starfsstúlka, óflokksbundin, kl. 19.39. -
Cato Bontjes, leirkerasmiður, óflokks-
bundin, lútherstrúar, kl. 19.42. — Liane
Berkowitz, nemandi, óflokksbundin,
kaþólsk, kl. 19.45.
Þessar 13 konur, taldar tilheyra „Rote
Kapelle“, — orðið, sem notað var um
samtökin, — og 31 karlmaður úr sömu
samtökum létu lífið fyrir eða þann 5. des-
ember, — félagar, sem bundist höfðu fé-
lagsböndum til að vinna gegn nasisman-
um og steypa blóðstjórninni. En þau dóu
hugrökk. „Ég elska lífið“ reit Cato 22 ára
í bréfi úr fangelsinu, en þar stóð líka: „Ég
hef ekki betlað um líf mitt“.
(Undir meðfylgjandi myndum af þess-
um kvenhetjum stendur aldur þeirra:
„alt“ þýðir ,,gamall“.)
Þessar 13 kvenhetjur eru táknrænar
fyrir þann alþýðufjölda, er lagði lífið í
sölurnar í baráttunni gegn blóðstjórn
Hitlers.
Við skulum svo að síðustu minnast ör-
stutt þriggja aðila, er lífið létu hver á sinn
máta:
Ernst Thálmann, formaður þýska
Kommúnistaflokksins, féll í hendur nas-
ista strax í marsbyrjun 1933. Hann var í
hinum ýmsu fangelsum þeirra, en að lok-
um í Buchenwald. Nasistar voru upphaf-
lega að hugsa um að höfða mál gegn
honum, en voru hræddir við slík opinber
rétfarhöld eftir reynsluna af Dimitroff.
Þeir myrtu hann því í Buchcnwald 16. ág-
úst 1944. — Baráttan út um heim fyrir að
frelsa hann var afar víðtæk en ekkert
dugði gagnvart múgmorðingjunum í
Berlín, meðan þeir héldu völdum.
Ilans Beimlcr var þýskur kommúnisti,
fæddur 1898, sem hafði barist gegn auð-
valdinu í heimsstríðinu fyrra, var í „Spar-
tacus“-telaginu með Karli og Rósu, barð-
ist allan tímann, sem Weimarlýðveldið
129