Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 17

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 17
inn, vitandi að árangurslaust höfðu for- eldrar hennar reynt að hjarga börnum hennar, gyðingbornum sem Jesú ftá Nasa- ret, úr klóm nasistanna. Rose Schlösinger er nokkur síðar leidd á aftökustaðinn, mætir dauðanum stolt, vitandi að maður hennar framdi sjálfsmorð, er hann frétti um dauðadóm- inn yfir henni. Næst á eftir henni kemur röðin að Hilde Coppi. Hún hafði í síðasta bréfi sínu áhyggjur út af „litla Hans“, er hún fæddi í fangelsinu, en maður hennar, „stóri Hans“ hafði verið hálshöggvinn í desember 1942. Ingeborg Kummerow er höggvin nokkru síðar, vitandi að maður hennar fylgir á eftir og börn þeirra tvö verða munaðarlaus. Sú yngsta, Liane Berkowitz, er höggvin síðast. Hún hafði og fætt barn í fangels- inu, er frá henni var tekið af nasistaníð- ingunum. Um kvöldið láta þær lífið hver á fætur annarri, kvenhetjurnar, æðrulausar gagn- vart böðlunum og í þessari tímaröð, sem hér greinir: Frida Wesolek, saumakona, kommún- isti, kl. 19.09. —- Ursula Goetze, stúdent, kommúnisti, kl. 19.12. — Marie Terwiel, símakona, flokkslaus en gyðingur, kl. •9.15. — Oda Schottmiiller, danskona, óflokksbundin, kl. 19.18. — Rose Schlösinger, vélritari, kommúnisti, kl. •9.21. — Hilde Coppi, starfsstúlka, komm- únisti, kl. 19.24. — Klara Schabbel, vél- r>tari, kommúnisti, kl. 19.27. — Else linme, deildarstjóri, flokkslaus, kl. 19.30. Eva-Maria Buch, aðstoðarstúlka, ••okkslaus, kaþólsk, kl. 19.33. — Anne Krauss, verslunarkona, óflokksbundin, ''l 19.36. — Ingcborg Kiimmerow, starfsstúlka, óflokksbundin, kl. 19.39. - Cato Bontjes, leirkerasmiður, óflokks- bundin, lútherstrúar, kl. 19.42. — Liane Berkowitz, nemandi, óflokksbundin, kaþólsk, kl. 19.45. Þessar 13 konur, taldar tilheyra „Rote Kapelle“, — orðið, sem notað var um samtökin, — og 31 karlmaður úr sömu samtökum létu lífið fyrir eða þann 5. des- ember, — félagar, sem bundist höfðu fé- lagsböndum til að vinna gegn nasisman- um og steypa blóðstjórninni. En þau dóu hugrökk. „Ég elska lífið“ reit Cato 22 ára í bréfi úr fangelsinu, en þar stóð líka: „Ég hef ekki betlað um líf mitt“. (Undir meðfylgjandi myndum af þess- um kvenhetjum stendur aldur þeirra: „alt“ þýðir ,,gamall“.) Þessar 13 kvenhetjur eru táknrænar fyrir þann alþýðufjölda, er lagði lífið í sölurnar í baráttunni gegn blóðstjórn Hitlers. Við skulum svo að síðustu minnast ör- stutt þriggja aðila, er lífið létu hver á sinn máta: Ernst Thálmann, formaður þýska Kommúnistaflokksins, féll í hendur nas- ista strax í marsbyrjun 1933. Hann var í hinum ýmsu fangelsum þeirra, en að lok- um í Buchenwald. Nasistar voru upphaf- lega að hugsa um að höfða mál gegn honum, en voru hræddir við slík opinber rétfarhöld eftir reynsluna af Dimitroff. Þeir myrtu hann því í Buchcnwald 16. ág- úst 1944. — Baráttan út um heim fyrir að frelsa hann var afar víðtæk en ekkert dugði gagnvart múgmorðingjunum í Berlín, meðan þeir héldu völdum. Ilans Beimlcr var þýskur kommúnisti, fæddur 1898, sem hafði barist gegn auð- valdinu í heimsstríðinu fyrra, var í „Spar- tacus“-telaginu með Karli og Rósu, barð- ist allan tímann, sem Weimarlýðveldið 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.