Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 9
ÁSGRÍMTJR ALBERTSSON:
Eyjólfur Árnason
Kveðjuorð
Það var í vikunni fyrir páska 1928 að ég
sá lítinn bát koma utan af ísafirði og var
það í sjálfu sér ekki nýr viðburður. En
hitt var nýlunda að hann hafði uppi rauð-
an fána í afturstafni. Það hafði ekki sést
fyrr í Álftafirði.
Svo gerðist það á föstudaginn langa, 6.
apríl, að stofnað var Verkalýðsfélag Álft-
firðinga. Þrír af hinum aðkomna bát, þeir
Eyjólfur Árnason, Halldór Ólafsson og
Ingólfur Jónsson urðu nokkurskonar guð-
feður hins nýja félags. Bátseigandinn,
Sæmundur Guðmundsson, mun einnig
hafa setið stofnfundinn þótt það sé ekki
bókað. Stofntelagar voru 39.
Þetta les ég í fundargerðabók Verka-
lýðsfélags Álftfirðinga. Sjálfur kom ég
þar ekki nærri né kynntist þessum mönn-
um þá, því að ég var enn í barnaskóla.
Eyjólfur hefur verið 18 ára þegar þetta
gerðist, því hann var fæddur 20. jan.
1910. En þetta sýnir að hann hefur
snemrha farið að beita sér að eflingu sam-
taka verkalýðsins.
Kynni okkar urðu svo ekki fyrr en
mörgum árum seinna og var það ein úr
hópi okkar Nesjakrakkanna í Súðavík,
Guörún Guðvarðardóttir, sent leiddi
okkur saman. Báðir höfðum við þá verið
í skólum, harla ólíkum þó, ég í Núps-
skóla, en hann austur í Rússlandi. Reynsla
okkar var vissulega mjög ólík, en hafði
veitt okkur báðum þroska. Ég mótaðist
til þeirrar félagshyggju, sem ég hef alið
meö tnér síðan. Hann varö áhorfandi að
nokkrum þáttum einnar stórkostlegustu
tilraunar mannkynssögunnar til að skapa
nýtt þjóðfélag.
Ég hlustaði með mikilli athygli á það
sem hann hafði að segja af því sem hann
hafði séð og reynt. Pólitísk barátta okkar
hér heima tengdist svo mjög því sem var
að gerast þar austurfrrá að fylgst var af
lifandi áhuga með því hvernig þar tækist
til. Þegar ég rifja það upp í huganum þá
finnst mér að frásagnir Eyjólfs hafi borið
nokkuð annan svip en suinra annarra.
Hann var að eðlisfari öfgalaus og raunsær
og laus við að vera með glýju í augum. En
hann trúði á það að þessi tilraun tækist
þótt honum væri ljósara en okkur sem
heima sátum hverja annmarka var við að
eiga bæði að því er snerti hlut byltingar-
forkólfanna og andstæðinga þeirra. Þarna
var enginn leikur á ferðinni heldur grirnrn
alvara sögunnar.
Á ísafirði tók Eyjóll'ur öflugan þátt í
baráttu hins unga Kommúnistaflokks svo
að flokknum tókst að fá hann kjörinn í
bæjarstjórn. En atvinnumöguleikar voru
þar rýrir fyrir menn af hans sauðahúsi.
Segir það sína sögu um viðhorfin til rót-
tækra manna á ísafirði þá, að manni nteð
hæfileika Eyjólfs bæði til anda og handar
skyldi ekki verða þar líft. Leitaði hann
því eins og fleiri til Siglufjarðar á surnrin.
Kynntist hann þar m.a. Aðalbirni Péturs-
syni, gullsmið. Uröu þau kynni til þess að
hann hafði milligöngu um að ég réðst til
iðnnáms hjá Aðalbirni haustið 1935.
121