Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 7

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 7
Ný að nafninu til — gömul í raun og veru En þegar gartrla stjórnin tók við aftur — að krötunum viðbættum hafði ekkert af þessu verið gert: Peningarnir til að bæta stöðu ríkissjóðs eru sóttir til launa- mannanna og ekki síður efnalítilla en annarra: f. Fyrsta verk ríkisstjórnar þríflokk- anna var að leggja á matarskatt, daglega kallaður krataskatturinn, um 10%. Pað var Alþýðubandalagið sem beitti sér fyrir því að afnema matarskatt 1978, þegar söluskattur var felldur niður af matvörum. 2. í annan stað ákvað ríkisstjórnin að leggja söluskatt á tölvur og tölvubúnað, en það hefur einmitt verið stefna stjórn- valda um langt árabil að tölvur ættu að vera ódýrar hér á landi til þess að stuðla að aukinni tækniþróun. 3. Ríkisstjórnin ákvað að leggja krónutöluskatt á bíla, þeir sem aka um á gömlum bílum greiða jafn hátt og þeir sem eru á nýjustu bílunum. 4. í fjórða lagi ákvað svo fjármálaráð- herra og formaður Alþýðuflokksins að selja fjölda ríkisfyrirtækja en eftir er að sjá hvernig þeirri rimmu lýkur. Par á meðal eru fyrirtæki eins og Lyfjaverslun ríkisins og þjóðbankarnir. En hvergi er skert hár á höfði eigna- manna og þeirra sem aðallega hafa hirt fé í skjóli góðærisins og stjórnarstefnunnar síðustu árin. Enginn stóreignaskattur. Enginn hátekjuskattur og svo framvegis. En til að bæta stöðu ríkissjóðs á hins veg- ar að skera niður öll framlög til félags- mála á næsta ári þar á meðal til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra. Þannig gengur Al- þýðuflokkurinn þvert á stefnumál sín frá fyrri og reyndar síðari árum líka. í kosningabaráttunni sl. vor reyndi Al- þýðuflokkurinn í fyrsta sinn um áratuga- skeið að láta líta svo út að hann vildi vera llokkur jafnaðarmanna og vinstrimanna. Þessi áróður hefur bersýnilega aðeins ver- ið forhlið. Alþýðuflokkur sem selur lyfja- verslun í hendur einkabrasksins, leggur matarskatt á launamenn, leggur ekki skatt á stóreignamenn og hátekjumenn, og sker niður Framkvæmdasjóð fatlaðra og Lánasjóð námsmanna — slíkur Al- þýðuflokkur sækir ekki til vinstrimanna. Hann er ekki jafnaðarmannaflokkur. Hann er í verki hægri flokkur og eftir verkunum á að dæma menn og stjórn- málaflokka. Svarið er: Endurnýjuin afl og þrótt Alþýðubandalagsins Það seni öllu skiptir nú er að Alþýöu- bandalaginu takist að reisa sig, að flokk- urinn verði það endurnýjunarafl íslenskra stjórnmála scm allt of lengi hefur þurft að bíða eftir aö yrði til. Þar skipta miklu máli skarpar línur og skýr svör svo og endurnýjun á baráttusveit og forystu, endurnýjun sem um leið verður endur- nýjunarafl þjóðfélagsins alls. Það dugir ekki til að gera tilraun til þess að gefa kjósendum póilitíska undanrennu; steln- an verður að vera skýr vinstristefna. Bar- áttan snýst um það að við náum að tryggja þann styrk á nýjan leik sem Al- þýðubandalagiö hafði sem eini flokkur ís- lenskra sósíalista. Þegar við höfum náð þeim styrk á ný sækjum við enn lengra. Forsenda árangurs er samstæð foryst- usveit. Það er verkefni landsfundarins að tryggja hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.