Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 30
Þessi launahækkun var ein sú stórfelld- asta sem íhaldinu hefur tekist aö koma á og er verkamönnum hollt að muna að það var þáverandi formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann, er skipaði forsæti þeirrar ríkisstjórnar sem framkvæmdi launarán- ið. Valdhafarnir túlkuðu mál sitt á þann veg með þessum ráðstöfunum að nú skyldi ráðist að dýrtíðinni og hún lækkuð, tryggð yrði afkoma atvinnuveganna og at- vinnuleysi fyrirbyggt. Margir launþegar trúðu þessu fyrst í stað. Reynslan varð allt önnur og þó tekur það nokkurn tíma að læra af reynslunni, þó ólygnust sé. 1949, dagana 14. og 15. maí fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Dagsbrún um uppsögn samninganna. Samþykkt var með 1298 atkvæðum gegn 217, að segja upp samningunum. 16. júní hófst verkfallið, strax í byrjun þess gerði Dagsbrún hinn fræga samning við Olíufélagið og þar hélt því öll vinna áfram. Fjórum dögum eftir að sá samn- ingur var gerður náðust samningar við samtök atvinnurekenda um 10% grunn- kaupshækkun eða 28 aura. Atvinnurek- endur höfðu áður boðið 3% hækkun, en það var sú „krafa" sem stjórn Alþýðu- sambandsins, sem þá var í höndum ríkis- stjórnarflokkanna, hafði ráðlagt verka- lýðsfélögunum að berjast fyrir. 1950, í marsmánuði voru samþykkt lög á Alþingi, sem lækkuðu gengi íslensku krónunnar um 42,6%. Lög þessi voru sett gegn mótmælum verkalýðsfélaganna. Á því ári, 1950, gaf ríkisstjórnin út lög á lög ofan allt í þeim tilgangi að villa um fyrir almenningi. Allt þetta brask var mikil sviðsetning í þeim tilgangi gerð að bjarga þáverandi Alþýðusambandsstjórn gegnum kosning- ar til Alþýðusambandsþings, er hefjast átti í september. Vísitalan í desember 1950 reyndist 123 stig og hækkaði kaup í janúar samkvæmt því. En strax í febrúar setti Alþingi ný kaupbindingarlög og mátti ekki eftir það greiða hærra kaup en greitt hafði verið í janúar. Verkfallsvopninu beitt 1951 hófst nýr þáttur í kaupgjaldsbar- áttunni undir forustu Dagsbrúnar. 20 verkalýðsfélög í Reykjavík sendu atvinnu- rekendum tilkynningu um verkfall þeirra allra frá og með 18. maí 1951, ef samning- ar tækjust ekki fyrir þann tíma. Verkfall- ið leystist eftir að hafa staðið eina helgi. Samkvæmt samningunum skyldi full vísi- tala greiðast ársfjórðungslega frá 1. júní á öll grunnlaun að kr. 9,24 á klst. kr. 423,00 á viku, 1830,00 á mánuði. Þessir samning- ar voru enn einn áfangi á sigurgöngu verkalýðshreyfingarinnar. Næst segir Dagsbrún upp samningum sínum við atvinnurekendur 1. nóvember 1952 og enn í samstarfi við önnur verka- lýðsfélög líkt og 1951. Dýrtíðin hafði vax- ið og bilið milli kaupgjaldsvísitölunnar, er kaup var greitt eftir, og framfærsluvísi- tölunnar var nú orðið 10 stig (samkvæmt ákvæðum gengislaganna frá 1950). Deila þessi veröur ekki rakin nákvæmlega hér þar sem hún er enn í fersku minni. Til verkfalls kom 1. des., víðtækasta og eins harðasta verkfalls sem háð hefur verið hér á landi. Samningar tókust ekki fyrr en 19. descmbcr. Helstu atriði þeirra voru: Lágmarkskaupið (bundið við sömu mörk og 1951) skyldi greiöast með kaupgjalds- vísitölu að viðbættum 10 stigum, cn hærra kaup að scttu hámarki mcð kaupgjalds- vísitölunni að viðbættum 5 stigum og vísi- 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.