Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 30

Réttur - 01.08.1987, Síða 30
Þessi launahækkun var ein sú stórfelld- asta sem íhaldinu hefur tekist aö koma á og er verkamönnum hollt að muna að það var þáverandi formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann, er skipaði forsæti þeirrar ríkisstjórnar sem framkvæmdi launarán- ið. Valdhafarnir túlkuðu mál sitt á þann veg með þessum ráðstöfunum að nú skyldi ráðist að dýrtíðinni og hún lækkuð, tryggð yrði afkoma atvinnuveganna og at- vinnuleysi fyrirbyggt. Margir launþegar trúðu þessu fyrst í stað. Reynslan varð allt önnur og þó tekur það nokkurn tíma að læra af reynslunni, þó ólygnust sé. 1949, dagana 14. og 15. maí fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Dagsbrún um uppsögn samninganna. Samþykkt var með 1298 atkvæðum gegn 217, að segja upp samningunum. 16. júní hófst verkfallið, strax í byrjun þess gerði Dagsbrún hinn fræga samning við Olíufélagið og þar hélt því öll vinna áfram. Fjórum dögum eftir að sá samn- ingur var gerður náðust samningar við samtök atvinnurekenda um 10% grunn- kaupshækkun eða 28 aura. Atvinnurek- endur höfðu áður boðið 3% hækkun, en það var sú „krafa“ sem stjórn Alþýðu- sambandsins, sem þá var í höndum ríkis- stjórnarflokkanna, hafði ráðlagt verka- lýðsfélögunum að berjast fyrir. 1950, í marsmánuði voru samþykkt lög á Alþingi, sem lækkuðu gengi íslensku krónunnar um 42,6%. Lög þessi voru sett gegn mótmælum verkalýðsfélaganna. A því ári, 1950, gaf ríkisstjórnin út lög á lög ofan allt í þeim tilgangi að villa um fyrir almenningi. Allt þetta brask var mikil sviðsetning í þeim tilgangi gerð að bjarga þáverandi Alþýðusambandsstjórn gegnum kosning- 142 ar til Alþýðusambandsþings, er hefjast átti í september. Vísitalan í desember 1950 reyndist 123 stig og hækkaði kaup í janúar samkvæmt því. En strax í febrúar setti Alþingi ný kaupbindingarlög og mátti ekki eftir það greiða hærra kaup en greitt hafði veriö í janúar. Verkfallsvopninu beitt 1951 hófst nýr þáttur í kaupgjaldsbar- áttunni undir forustu Dagsbrúnar. 20 verkalýðsfélög í Reykjavík sendu atvinnu- rekendum tilkynningu um verkfall þeirra allrafrá og með 18. maí 1951, ef samning- ar tækjust ekki fyrir þann tíma. Verkfall- ið leystist eftir að hafa staðið eina helgi. Samkvæmt samningunum skyldi full vísi- tala greiðast ársfjórðungslega frá 1. júní á öll grunnlaun að kr. 9,24 á klst. kr. 423,00 á viku, 1830,00 á mánuði. Fessir samning- ar voru enn einn áfangi á sigurgöngu verkalýðshreyfingarinnar. Næst segir Dagsbrún upp samningum sínum við atvinnurekendur 1. nóvember 1952 og enn í samstarfi við önnur verka- lýðsfélög líkt og 1951. Dýrtíðin hafði vax- ið og bilið milli kaupgjaldsvísitölunnar, er kaup var greitt eftir, og framfærsluvísi- tölunnar var nú orðið 10 stig (samkvæmt ákvæðum gengislaganna frá 1950). Deila þessi verður ekki rakin nákvæmlega hér þar sem hún er enn í fersku minni. Til verkfalls kom 1. des., víðtækasta og eins harðasta verkfalls sem háð hefur verið hér á landi. Samningar tókust ekki fyrr en 19. desember. Helstu atriði þeirra voru: Lágmarkskaupið (bundið við sömu mörk og 1951) skyldi greiðast með kaupgjalds- vísitölu að viðbættum 10 stigum, en hærra kaup að scttu hámarki með kaupgjalds- vísitölunni að viðbættum 5 stigum og vísi- J

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.