Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 2
dýpra í þaö skuldafen, sem óráðsía og taumlaust eyðslufrelsi braskarastétt- arinnar hefur sett hana í. Alþýðan þarf að læra að svifta þessa yfirstétt völdunum til slíkra skemmdarverka. Alþýðan er meirihluti þjóðarinnar og hún verður að læra að standa saman sem einn maður, til að vernda hagsmuni sína, — alls hins vinnandi fólks. Það er ekkert annað en pólitísk samstaða, sem getur frelsað alþýðu manna úr þeim þrældómi, sem hún nú býr við. — Það var það sem gerðist 1942, er íslensk ríkistjórn ætlaði að hlýða erlendum fyrirmælum um gerðardómslög, en alþýðan reis upp og hindraði það og lagði grundvöll að því frelsi og betri lífsafkomu, sem íslenskar starfsstéttir fengu þá notið um nokk- urt skeið. En samtímis því, sem þörf er á pólitískt harðari stéttabaráttu alþýðu hér heima, þá vex nú einnig hættan, sem af herdrottnun Kanans stafar. Margir kunna að hugsa sem svo að fyrst Kaninn þori ekki annað en slaka á hvað staðsetningu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga snertir, þá dragi úr tortímingarhættu þeirri, sem hernámið leiðir yfir ísland. En ameríska hervaldið heldur enn fast við langdrægar kjarnorkueldflaugar og enn þá fastar við áætlun sína um stórfellda aukningu kafbátaflotans, sem búinn er eldflaugum og við vitfirrta geim-„varnar“-áætlun Reagans. ísland er nú þegar hugsað sem miðstöð hvaðan kjarnorkukafbátum skuli stjórnað, sbr. AWACS-flugvélarnar hér. Það yrði því hvorttveggja í senn: Kjarnorkuvopnin margfölduð í sjávardjúpinu og öllu lífi þar stofnað í hættu, — og svo hitt að hættan fyrir íslendinga yrði margfölduð ef „okkar farsældar- frón“, er oss eitt sinn dreymdi um, yrði gert að miðstöð eldspúandi neðan- sjávarillþýðis, er ógna myndi öllu lífi í nánd Norður-Atlantshafsins. — Enginn er öruggur fyrir þeim blinda ofstækislýð, sem ræður vopnum Bandaríkjanna. Það er því tími til kominn að ísland reki þann óaldalýð á brott, áður en það er orðið um seinan. Vér íslendingar höfum ábyrgð og vald á lífi vor sjálfra, — sem og jafn- vel á örlögum heims, — og vér verðum að vera menn til þess að beita því valdi. í fyrsta sinn í sögu vorri getum vér ef til vill lagt fram stóran skerf til að bjarga oss sjálfum frá tortímingu og meginhluta mannkyns með. Slíka ábyrgð hefur forsjónin nú lagt oss á herðar. Hinn forni friðarboðskapur rússnesku byltingarinnar, endurnýjaður á örlaga- stund 70 árum síðar, hvetur nú mannkyn á heljarþröm til úrslitabaráttu við það hermangaraauðvald, er ógnar tilveru þess. Og nú 20 árum eftir morðið á Che Guevara mælir sá píslarvottur með orðum Joe Hills eggjandi til alþýðu heims: „Þeir drepa aldrei mig“. Byltingarandinn er ódauðlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.