Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 48
frægu borg við Svartahafið, 7. ágúst, og haldnir í samkomusal mikils ferða- mannahótels að viðstöddum nokkur hundruð áheyrendum. Voru viðtökur þar, eins og víðast hvar annarstaðar, hin- ar prýðilegustu. Síðan voru haldnir sér- stæðir tónleikar á útileiksviði einu í mið- borg Jalta á Krímskaga 9. ágúst, daginn eftir var komið fram á tónleikum í heilsu- hæli námuverkamanna í Jalta og þar næsta dag voru síðustu tónleikarnir sem tengdir voru íslandsdögunum í Úkraínu. Voru þeir haldnir í samkomusal menn- ingarmiðstöðvar stórs samyrkjubús, sem kennt er við Sdanov og er á miðri hásléttu Krímskaga, um 30 km norður af borginni Simferopol. Voru þessir tónleikar, eins og öll heimsóknin á samyrkjubúið, ís- lendingum ákaflega minnisstæðir. Auk áðurnefndra tónleika íslenska tónlistarfólksins í Úkraínu kom allur hópurinn fram á tónleikum í Vilnjus, höfuðborg Litháens, og á útisviði í Gorkí-skemmtigarðinum í Moskvu. Sönghópurinn lét í sér heyra oftar, m.a. í Novgorod og Tallinn, höfuöborg Eist- lands, og hann tók einnig lagið við fleiri tækifæri í Jalta og Moskvu. I síðastnefndu borginni söng karlasveitin t.d. citt lag fyrir sovéska sjónvarpið laugardaginn 15. ágúst og um kvöldið gengu kórmenn milli fimm brúökaupsveislna í Hótel Rossía og sungu fyrir brúðhjónin og gesti þeirra viö mikla hrifningu! íslandsdagarnir í Úkraínu vöktu tals- verða athygli fjölmiðla þar í landi. Sjón- varps- og útvarpsstöðvar sögðu frá dögunum, fluttu frásagnir af dagskráratr- iðum og tónleikum og áttu viðtöl við ís- lendinga. Allmikið var skrifaö um kynn- ingardagana og ísland í úkrainsk blöð. Þær umsagnir um sýninguna og tónleik- ana sem borist hafa eru mjög vinsamleg- ar. Um verk Ragnars Lárussonar og tón leika íslendinganna segir m.a. í blaðinu Pravda Úkraíni 5. ágúst sl.: „Athygli gesta beindist að verkum hins kunna íslenska myndlistamanns Ragnars Lárussonar. Verk hans, sem bera með sér að hann hefur tæknina á valdi sínu, eru áhugaverð vegna heimspekilegs inni- halds. Hann notar fjörlega liti og nær fram djúpstæðum raunsæisáhrifum, skap- ar skýrar, sálfræðilegar svipmyndir. í hátíðarsal Húss Sambands úkrainskra myndlistarmanna voru haldnir tónleikar íslenskra listamanna. í tvær klukkustund- ir hljómaði tónmál hinnar norrænu þjóð- ar — tvinnað fornum sögnum og lögum. Efnisskráin hófst með söng áhugamanna- kórs karla frá Reykjavík undir stjórn Helga Einarssonar. Þessi kór hefur starf- að í mörg ár (misskilningur hjá greinar- höfundi, því sönghópurinn var fyrst stofnaður á sl. vori vegna fyrirhugaðra ís- landsdaga í Úkraínu — ÍHJ.) og tekið sér sérstaklega fyrir hendur að kynna úrval þjóðlegra söngva. Eldmóðurinn var slík- ur í flutningi kórsins, að áheyrendur gátu í senn hrifist af hinum elstu lögum um þjóðtunguna, Ijóðrænum vögguvísum, hátíðaróðum til ættjarðarinnar og ís- lenskri útgáfu af rússneska þjóölaginu „Er í Voigu klettaklungur“. Klarinettuleikarinn Guðni Franzson, sem tekið hefur þátt í alþjóðlegum tón- listarhátíðum og samkeppni norrænna tónlistarmanna, flutti inn í konsertsalinn blæbrigði og hljómfall nútímans, kynnti fyrir áheyrendum áhugavert vcrk eftir samtímahöfundinn Jón Nordal. Vcrkiö „Tvær tónmyndir“ eftir hann sýndi fram á takmarkalausa möguleika hins gamla hljóöfæris. Listamanninum var í góðum flutningi verksins mikill styrkur að ná- kvæmri túlkun hins unga píanóleikara 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.