Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 44
söfnum í Sovétríkjunum.
Umgjörð setningar íslandsdaganna í
Kíev var mjög hátíðleg. Fánar fslands,
Sovétríkjanna og Úkraínu blöktu utan
við aðalinngang Húss myndlistarmanna,
svo og í sýningarsölum og á sviði hátíðar-
salarins; þar var og stórt kynningarspjald
og blómaskreytingar og yfir sviðið og
áheyrendasal var strengdur borði með
hvatningu um að efld verði vinátta milli
þjóða íslands og Sovétríkjanna.
Formaður úkrainska vináttufélagsins,
Vasilí Pavlovitsj Osnatsch, setti samkom-
una, en að ávarpi hans loknu lék lúðra-
sveit þjóðsöngva íslands, Sovétríkjanna
og úkrainska sovétlýðveldisins. Þá flutti
A. I. Kholodenko, ritari borgarstjórnar-
innar í Kíev, ávarp og síðan talaði frú D.
F Protsenko, formaður Náttúruverndar-
ráðs ríkisins í Úkraínu, en hún var í hópi
þeirra Úkraínumanna sem komu til Is-
lands 1978 í tilefni Sovésku daganna.
Loks flutti formaður MÍR, Ivar H.
Jónsson, ræðu og sagði þá m.a.:
„í fornum ritum íslenskum er Garðarík-
is oft getið, en svo var Kíev-Rús nefnt á
íslensku eftir stærstu borgum og borgríkj-
um þeirra tíma þar í landi. Fræðimenn
greinir á um sannleiksgildi frásagnanna í
hinum íslensku ritum og þó eru einkum
skiptar skoðanir um áhrif norrænna
manna á þjóðlíf í hinu forna rússneska
ríki eða þau spor sem þcir kunna að hafa
skilið eftir sig þar. En um þaö er ekki
deilt, að norrænir mcnn, m.a. Islending-
ar, lögðu oft leið sína til Garðaríkis og
fóru um þaö eftir vatnaleiðum suður til
Miklagarðs og lengra í austur. I hópi
þessara manna var einn víðförlasti Islcnd-
ingur þeirra tíma, í lok tíundi aldar.
Hann hét Porvaldur Koðránsson, og tók
kristna trú í útlöndum cn hélt síðan lil
kristniboös á íslandi og crlendis og fór
víða um heiminn, eins og segir í íslend-
ingasögum, og allt til Jórsalaheims (Jerú-
salem) og þaðan til Miklagarðs og svo til
Kænugarðs hið eystra eftir Njepr. Sagt er
og að Þorvaldur víðförli hafa stofnað
reglu munka í þeirri höfuðkirkju í Kíev,
sem helguð var Jóhannesi skírara. Lagði
hann allar eigur sínar í klaustrið, sem síð-
an var við hann kennt. Og svo segir enn í
íslendingasögum: „Þorvaldur andaðist í
Rússía, skammt frá Palteskju. Þar er
hann grafinn í fjalli einu, að kirkju Jó-
hannis baptista og kalla þeir hann heilag-
an.“
Nú, réttum þúsund árum eftir fyrstu
ferð Þovaldar víðförla til hinnar fornu
borgar við Dnjepr erum við, 100 landar
hans, komnir af íslandi langan veg austur
yfir haf og land hingað til höfuðborgar so-
vétlýðveldisins Úkraínu á bökkum
Dnjeprfljóts. Og við — félagar í MÍR,
Vináttufélaginu Island-Sovétríkin —
erum ekki hingað komnir fyrir tilviljun
eða að tilefnislausu. í fyrsta lagi er ferð
okkar nú — fjölmennasta hópferð félags-
ins til þessa — skipulögð og farin til þess
að kynnast eins og kostur er á skömmum
tíma sögufrægum stöðum, þjóðlífi og
menningu í Sovétríkjunum. Og það eyk-
ur mjög gildi þessarar kynnisferðar okkar
að hana ber í senn upp á 70. afmælisár
Hinnar miklu sósíalísku Októberbylting-
ar og jafnframt mikilvægt þróunarskeið í
endurskipulagningu hins sósíalíska sam-
félags. Við óskum sovétþjóðunum inni-
lega til hamingju með byltingarafmælið
og þá miklu sigra sem unnist hafa í þjóð-
málum á liðnum 70 árum og árnum þeim
jafnframt velfarnaðar í framtíðinni, frið-
ar og farsældar og góðs árangurs í endur-
skipulagningarstarfinu. Við — eins og all-
ir réttsýnir og framfarasinnaöir menn í
hciminum — metum mikils það mikla
156