Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 29
Stefanía kemur til
skjalanna
1947 dró skugga yfir viljann til góðra
verka, nýsköpunarstjórnin fór frá völd-
um, við tók kolsvört afturhaldsstjórn,
nefnd táknrænu nafni „Stefanía“. Dags-
brún gekk á fund þessarar stjórnar og
óskaði eftir svörum við því hvort tryggt
væri að ekki yrðu gerðar ráðstafanir af
hálfu hins opinbera sem rýra mundu kaup
launþega, svör fengust engin. f*á gerði
Dagsbrún samkomulag við atvinnurek-
endur um þær breytingar á uppsagnará-
kvæðum samninga að hægt var að segja
upp samningum hvenær sem væri með
eins mánaðar fyrirvara, félagið vildi vera
við öllu búið.
3. og 4. maí fór fram allsherjaratkvæða-
greiðsla í Dagsbrún um uppsögn samn-
inganna og var samþykkt með miklum
meirihluta. F>á höfðu öll dagblöð bæjar-
ins, nema Pjóðviljinn, hafið hatramman
áróður gegn forustu Dagsbrúnar og upp-
sögn samninga sem upp var sagt vegna
stórkostlegra tollahækkana. Áróðri
íhaldsins og blaða þeirra linnti ekki í
röska tvo mánuði. Viðræður við atvinnu-
rekendur báru því engan árangur, enda
voru tveir íhaldsburgeisar settir í sátta-
nefndina með Torfa Hjartarsyni, þeir
Guðmundur í. Guðntundsson og Gunn-
laugur nokkur Briem, en þeir virtust líta
á það sem sitt höfuðverkefni að sannfæra
samninganefnd Dagsbrúnar um að kröfur
félagsins væru ósanngjarnar og ranglátar.
Þessir ríkilátu samningamenn auð-
valdsins komu fljötlega fram með „sátta-
tillögu“ sem fól í sér óbreytt kjör frá fyrri
samningum og fyrirskipuðu allsherjar at-
kvæöagreiðslu í Dagsbrún um þá tillögu.
Með miklu harðfylgi Dagsbrúnarmanna
fékkst að halda fund í Dagsbrún áður en
atkvæðagreiðslan hófst.
Atkvæðagreiðsla þessi bar keim af al-
mennum kosningum í Reykjavík. Fór
hún fram í Miðbæjarbarnaskólanum und-
ir „eftirliti“ yfirvaldanna. Flokksskrifstof-
ur með bíla og kosningasmala voru í full-
um gangi. Pjóðviljinn einn túlkaði mál-
stað verkamanna.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau,
að 1341 Dagsbrúnarmaður greiddi at-
kvæði gegn „sáttatilboðinu“ en 789 með
því, var þetta eftirminnilegur ósigur fyrir
andstæðinga Dagsbrúnar. En „saman
níðingar skríða“ og því magnaðist
áróðurinn og var reynt að sundra röðum
verkfallsmanna og svelta þá til hlýðni. En
þó Dagsbrúnarmenn væru ekki allir sam-
mála í upphafi deilunnar, stóðu þeir sem
einn maður þegar út í verkfallið var
komið.
Heill mánuður leið í verkfalli án til-
rauna til samninga. 5. júlí tókust samn-
ingar loks eftir að samningafundur hafði
staðið án uppihalds í 48 klukkustundir.
Þann 6. júlí var Dagsbrúnarfundur í
Gamla bíó og var húsfyllir, þar voru
samningarnir samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum gegn 10. Allt grunn-
kaup hækkaði um 15 aura á klst. lágmarks-
taxtinn í kr. 2,80, nokkrar tilfærslur voru
þá til hækkunar á milli flokka. í þessum
átökum naut Dagsbrún stuðnings Alþýðu-
sambandsins, sem þá var í höndum sam-
einingarmanna.
Rétt fyrir jólin 1947 samþykkti Alþingi
lög, sem bönnuðu að kaup væri greitt
með hærri vísitölu en 300 stigum, vísital-
an var þá 328 stig. Lögin afnámu öll
ákvæði úr frjálsum samningum verkalýðs-
félaganna um hærri greiðslur. Við þessa
lagaráðstöfun lækkaði útborgað kaup
Dagsbrúnarmanan um 78 aura á klst.
141