Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 28
tilraunir til að ná fram friðsamlegum samningum við atvinnurekendur og ríkis- stjórn reyndust árangurslausar. Hófst þá hinn frægi skæruhernaður. Verkamenn gerðu með sér hópsamtök á vinnustöðum og tókst víða að ná fram kauphækkunum. í júnímánuði lagðist öll vinna niður hjá Eimskip. Atvinnurekendur reyndu að ná sér niðri á Dagsbrún fyrir ólögleg verkföll en það tókst þeim ekki. Vinnuveitenda- félagið gaf út „svartan lista“ yfir 300 verkamenn hjá Eimskip og setti þá í verkbann, en það kom þeim ekki að gagni, verkamennirnir sigruðu og Eim- skip varð að ganga að kröfum þeirra. Þannig voru þrælalögin brotin niður og voru á miðju sumri orðin að ónýtu papp- írsplaggi og var það viðurkennt af ríkis- stjórninni. Formlega voru þau numin úr gildi 1. september. 22. ágúst var nýr samningur undirritað- ur af stjórn Dagsbrúnar og vinnuveit- endafélaginu. Pá styttist vinnudagurinn úr tíu tímum í 8 stundir, frá kl. 8-17, grunnkaup hækkaði úr kr. 1,45 í kr. 2,10, eftirvinnukaupið frá kl. 17-20 var þá í fyrsta sinn ákveðið 50% hærra en dag- vinnukaup, nætur- og helgidagakaup 100% hærra. Ýms vinna sem áður var á almennu kaupi var færð undir hærri taxta, kr. 2,75 á klst. Nokkru síðar setti stjórn Dagsbrúnar taxta fyrir fagvinnu kr. 2,90. í samningunum var verkamönnum tryggt 12 daga orlof á ári og orlofsfé ákveðið 4%. Það varð að lögum árið eftir. Mörg önnur nýmæli voru í samningnum. Með þessum samningum 1942 var stærsta áfanga náð í kjarabaráttunni í allri sögu Dagsbrúnar. Traust verka- manna á samtökunum óx. Dagsbrún náði aftur reisn sinni eftir undanfarin niður- lægingarár, og skipaði sér í fylkingar- brjóst verkalýðshreyfingarinnar. Og bar- áttan hélt áfram. Sigurður Einarsson skáld orti: I þrælsins nöldur og öreigans magnlausa mál, færðist máttur og ægikyngi af nýjum toga. I ársbyrjun 1944 sagði Dagsbrún upp samningum og voru þá aðalrök félagsins fyrir uppsögninni að vísitalan sýndi ekki rétta mynd dýrtíðarinnar, uppsögnin var samþykkt með 1308 atkvæðum gegn 188. Pá var sáttanefnd skipuð með sáttasemj- ara þar sem samningar tókust ekki. Verkfall var boðað 22. febr. Samningar tókust að kvöldi þess 21. og voru einróma samþykktir á félagsfundi daginn eftir. Lágmarks grunnkaup hækkaði um 16,6% og nætur- og helgidagavinna í samræmi við það, margir hópar færðust undir hærri taxta. í ágúst og september kom til verk- falls hjá olíufélögunum. Sú deila varð mjög hörð og var mjög til þess reynt að knésetja Dagsbrún. Eftir 37 daga verkfall lauk deilunni með fullum sigri Dagsbrúnar. 1946 dagana 19. og 20. janúar var með allsherjaratkvæðagreiðslu samþykkt að segja upp samningum með 1298 atkv. gegn 388. Aðaláhersla var lögð á aukinn kaupmátt launa. Samningsumleitanir báru ekki árangur og kom því til verkfalls 22. febr. og var það víðtækasta og fjölmenn- asta verkfall sem háð hafði verið fram að þeim tíma og samheldni verkamanna mjög góð. Verkfallið stóð í 8 daga, þá tókust samningar með milligöngu sátta- semjara og voru samþykktir á félapsfundi 1. mars með öllum atkvæðum. A þeim fundi voru 1120 félagsmenn. Grunnkaup hækkaði um 15 aura. Þá var fagvinnutaxti fyrst tekinn inn í samninga. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.