Réttur


Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 24

Réttur - 01.08.1987, Blaðsíða 24
Á kreppuárunum, þegar harðast var barist um lífsafkomu alþýðuheimilanna og atvinnuleysið varð landlægt hörmung- arástand, en stjórnvöld hugðust nota á- standið til að þrykkja niður kaupi verka- fólks og lækka þannig lífsafkomuna niður í örþrot, í þeim tilgangi að ná þannig valdi yfir vinnulýðnum með niðurlægj- andi ástandi þeirra sem ekkert áttu og gera menn þannig að þrælum auðvalds- ins. Á þeim árum var Kommúnistaflokk- urinn forustuafl verkalýðshreyfingarinnar og mjög athafnasamur eins og áður er fram komið í þessari ritgerð. Á árunum 1938 gerðust þau hcillaríku tíðindi að Kommúnistaflokkurinn og sósíalistarnir í Alþýðuflokknum sameinuðust í einn flokk: „Sameiningarflokk alþýðu, Sósíal- istaf!okkinn.“ Að þeim málum vann Eð- varð af sínum alþekkta hug og dug. Frá stofnun Sósíalistaflokksins er sagt í Þjóð- viljanum 25. október 1938. Verður nú aftur vikið að ritgerð Eðvarðs: Undir lok fjórða áratugs aldar- innar dró til mikilla tíðinda í kjaramálum verkalýðsins og átökum um stjórn Dags- brúnar. Stjórnarandstaðan í Dagsbrún fangelsuð I aprílmánuði 1939 voru gengislækkun- arlögin samþykkt, var gengi krónunnar þá fellt um 22%, og aftur var gengið fellt í september og þá um 11%. Jafnframt var samningsfrelsið tekið af verkalýðsfé- lögunum og kauphækkanir bannaðar. Hafði þetta að sjálfsögðu í för með sér mikla kjaraskerðingu: Smávegis uppbæt- ur átti að greiða á kaup en ekki kom til þess á árinu 1939. Kaupbindingsákvæði gengislaganna voru numin úr gildi á árinu 1940 og gat Dagsbrún þá sagt upp samningum 1. janúar 1941. Samningum var sagt upp fyrir 1. nóv. 1940, 28. nóvember voru kröfur félagsins sendar atvinnurekend- um. Samningaumieitanir, sem hófust um miðjan desember, báru ekki árangur. Við allsherjaratkvæðagreiðsu 11. og 23. des- ember var samþykkt með 1099 atkvæðum gegn 66 að boða verkfall 1. janúar ef samningar ekki tækjust. Á nýjársdag 1941 var haldinn Dags- brúnarfundur og lagði stjórn félagsins þar fram tilboð frá atvinnurekendum um óbreytta samninga, nema hvað greiða skyldi fulla vísitölu mánaðarlega á kaupið (vitað var áður að það mundi nást). Stjórnin mælti með að gengið yrði að þessu tilboði. Fundurinn samþykkti hins- vegar með 446 atkvæðum gegn 101 að halda fast við kröfurnar og auglýsa þær sem taxta, ef ekki yrði að þeim gengið. Kröfurnar voru: Stytting vinnudagsins um eina klst. og hækkun grunnkaupsins úr kr. 1,45 í kr. 1,62 (þ.e. óbreytt dag- kaup). Hófst nú verkfall 2. janúar við þær einstæðu aðstæður að verkamenn höfðu stjórn síns eigin félags á móti sér. Verk- fallið stóð í eina viku, en á meðan á því stóð gerðist sá atburður að breska her- stjórnin fangelsaði forustumenn stjórnar- andstöðunnar í Dagsbrún og þar með for- ustumenn verkfallsins, Eðvarð Sigurðs- son og Eggert Þorbjarnarson. Verður nú vikiö að stjórnmálaástand- inu í landinu, en ríkisstjórnin var á þess- um tíma mjög fjandsamleg róttækri verkalýðshreyfingu og þar með alþýðu- heimilunum. Framsóknarmenn voru við völd undir forsæti Hermanns Jónassonar og með stuðningi Sjálfstæðismanna og héldu áfram að móta þá stefnu stjórn- valda scm cnn cr við lýöi, að gcra í öllu hlut alþýðunnar scm minnstan og efla auömcnn og annan afætulýð. Það voru 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.