Réttur - 01.08.1987, Side 24
Á kreppuárunum, þegar harðast var
barist um lífsafkomu alþýðuheimilanna
og atvinnuleysið varð landlægt hörmung-
arástand, en stjórnvöld hugðust nota á-
standið til að þrykkja niður kaupi verka-
fólks og lækka þannig lífsafkomuna niður
í örþrot, í þeim tilgangi að ná þannig
valdi yfir vinnulýðnum með niðurlægj-
andi ástandi þeirra sem ekkert áttu og
gera menn þannig að þrælum auðvalds-
ins. Á þeim árum var Kommúnistaflokk-
urinn forustuafl verkalýðshreyfingarinnar
og mjög athafnasamur eins og áður er
fram komið í þessari ritgerð. Á árunum
1938 gerðust þau hcillaríku tíðindi að
Kommúnistaflokkurinn og sósíalistarnir í
Alþýðuflokknum sameinuðust í einn
flokk: „Sameiningarflokk alþýðu, Sósíal-
istaf!okkinn.“ Að þeim málum vann Eð-
varð af sínum alþekkta hug og dug. Frá
stofnun Sósíalistaflokksins er sagt í Þjóð-
viljanum 25. október 1938.
Verður nú aftur vikið að ritgerð
Eðvarðs: Undir lok fjórða áratugs aldar-
innar dró til mikilla tíðinda í kjaramálum
verkalýðsins og átökum um stjórn Dags-
brúnar.
Stjórnarandstaðan í Dagsbrún
fangelsuð
I aprílmánuði 1939 voru gengislækkun-
arlögin samþykkt, var gengi krónunnar
þá fellt um 22%, og aftur var gengið fellt
í september og þá um 11%. Jafnframt var
samningsfrelsið tekið af verkalýðsfé-
lögunum og kauphækkanir bannaðar.
Hafði þetta að sjálfsögðu í för með sér
mikla kjaraskerðingu: Smávegis uppbæt-
ur átti að greiða á kaup en ekki kom til
þess á árinu 1939.
Kaupbindingsákvæði gengislaganna
voru numin úr gildi á árinu 1940 og gat
Dagsbrún þá sagt upp samningum 1.
janúar 1941. Samningum var sagt upp
fyrir 1. nóv. 1940, 28. nóvember voru
kröfur félagsins sendar atvinnurekend-
um. Samningaumieitanir, sem hófust um
miðjan desember, báru ekki árangur. Við
allsherjaratkvæðagreiðsu 11. og 23. des-
ember var samþykkt með 1099 atkvæðum
gegn 66 að boða verkfall 1. janúar ef
samningar ekki tækjust.
Á nýjársdag 1941 var haldinn Dags-
brúnarfundur og lagði stjórn félagsins þar
fram tilboð frá atvinnurekendum um
óbreytta samninga, nema hvað greiða
skyldi fulla vísitölu mánaðarlega á kaupið
(vitað var áður að það mundi nást).
Stjórnin mælti með að gengið yrði að
þessu tilboði. Fundurinn samþykkti hins-
vegar með 446 atkvæðum gegn 101 að
halda fast við kröfurnar og auglýsa þær
sem taxta, ef ekki yrði að þeim gengið.
Kröfurnar voru: Stytting vinnudagsins
um eina klst. og hækkun grunnkaupsins
úr kr. 1,45 í kr. 1,62 (þ.e. óbreytt dag-
kaup). Hófst nú verkfall 2. janúar við þær
einstæðu aðstæður að verkamenn höfðu
stjórn síns eigin félags á móti sér. Verk-
fallið stóð í eina viku, en á meðan á því
stóð gerðist sá atburður að breska her-
stjórnin fangelsaði forustumenn stjórnar-
andstöðunnar í Dagsbrún og þar með for-
ustumenn verkfallsins, Eðvarð Sigurðs-
son og Eggert Þorbjarnarson.
Verður nú vikiö að stjórnmálaástand-
inu í landinu, en ríkisstjórnin var á þess-
um tíma mjög fjandsamleg róttækri
verkalýðshreyfingu og þar með alþýðu-
heimilunum. Framsóknarmenn voru við
völd undir forsæti Hermanns Jónassonar
og með stuðningi Sjálfstæðismanna og
héldu áfram að móta þá stefnu stjórn-
valda scm cnn cr við lýöi, að gcra í öllu
hlut alþýðunnar scm minnstan og efla
auömcnn og annan afætulýð. Það voru
136