Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 7

Réttur - 01.08.1987, Síða 7
Ný að nafninu til — gömul í raun og veru En þegar gartrla stjórnin tók við aftur — að krötunum viðbættum hafði ekkert af þessu verið gert: Peningarnir til að bæta stöðu ríkissjóðs eru sóttir til launa- mannanna og ekki síður efnalítilla en annarra: f. Fyrsta verk ríkisstjórnar þríflokk- anna var að leggja á matarskatt, daglega kallaður krataskatturinn, um 10%. Pað var Alþýðubandalagið sem beitti sér fyrir því að afnema matarskatt 1978, þegar söluskattur var felldur niður af matvörum. 2. í annan stað ákvað ríkisstjórnin að leggja söluskatt á tölvur og tölvubúnað, en það hefur einmitt verið stefna stjórn- valda um langt árabil að tölvur ættu að vera ódýrar hér á landi til þess að stuðla að aukinni tækniþróun. 3. Ríkisstjórnin ákvað að leggja krónutöluskatt á bíla, þeir sem aka um á gömlum bílum greiða jafn hátt og þeir sem eru á nýjustu bílunum. 4. í fjórða lagi ákvað svo fjármálaráð- herra og formaður Alþýðuflokksins að selja fjölda ríkisfyrirtækja en eftir er að sjá hvernig þeirri rimmu lýkur. Par á meðal eru fyrirtæki eins og Lyfjaverslun ríkisins og þjóðbankarnir. En hvergi er skert hár á höfði eigna- manna og þeirra sem aðallega hafa hirt fé í skjóli góðærisins og stjórnarstefnunnar síðustu árin. Enginn stóreignaskattur. Enginn hátekjuskattur og svo framvegis. En til að bæta stöðu ríkissjóðs á hins veg- ar að skera niður öll framlög til félags- mála á næsta ári þar á meðal til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra. Þannig gengur Al- þýðuflokkurinn þvert á stefnumál sín frá fyrri og reyndar síðari árum líka. í kosningabaráttunni sl. vor reyndi Al- þýðuflokkurinn í fyrsta sinn um áratuga- skeið að láta líta svo út að hann vildi vera llokkur jafnaðarmanna og vinstrimanna. Þessi áróður hefur bersýnilega aðeins ver- ið forhlið. Alþýðuflokkur sem selur lyfja- verslun í hendur einkabrasksins, leggur matarskatt á launamenn, leggur ekki skatt á stóreignamenn og hátekjumenn, og sker niður Framkvæmdasjóð fatlaðra og Lánasjóð námsmanna — slíkur Al- þýðuflokkur sækir ekki til vinstrimanna. Hann er ekki jafnaðarmannaflokkur. Hann er í verki hægri flokkur og eftir verkunum á að dæma menn og stjórn- málaflokka. Svarið er: Endurnýjuin afl og þrótt Alþýðubandalagsins Það seni öllu skiptir nú er að Alþýöu- bandalaginu takist að reisa sig, að flokk- urinn verði það endurnýjunarafl íslenskra stjórnmála scm allt of lengi hefur þurft að bíða eftir aö yrði til. Þar skipta miklu máli skarpar línur og skýr svör svo og endurnýjun á baráttusveit og forystu, endurnýjun sem um leið verður endur- nýjunarafl þjóðfélagsins alls. Það dugir ekki til að gera tilraun til þess að gefa kjósendum póilitíska undanrennu; steln- an verður að vera skýr vinstristefna. Bar- áttan snýst um það að við náum að tryggja þann styrk á nýjan leik sem Al- þýðubandalagiö hafði sem eini flokkur ís- lenskra sósíalista. Þegar við höfum náð þeim styrk á ný sækjum við enn lengra. Forsenda árangurs er samstæð foryst- usveit. Það er verkefni landsfundarins að tryggja hana.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.