Réttur


Réttur - 01.08.1988, Síða 5

Réttur - 01.08.1988, Síða 5
Um öll þessi vandamál má segja, að þau verða sífellt alvarlegri og erfiðara við þau að fást eftir því sem lengur er beðið með að gera viðeigandi ráðstafanir. Við skulum nú athuga dálítið náríar fyrsta áhættuþáttinn, hlýnunina á jörð- inni, áður en við víkjum að skerðingu ósonlagsins og eitruðu og súru loftteg- undunum. Á síðustu 100 árum er talið, að í meg- indráttum hafi loftslag hlýnað á jörðinni um 0,7 stig að jafnaði. Og það er í all- góðu samræmi við útreikninga sem byggj- ast á því hvað kolsýra andrúmsloftsins hefur aukist á þessum tíma. Ofan á þetta hafa svo bæst áhrif náttúrlegra hlýinda- og kuldaskeiða, sem ekki er hægt að setja í samband við aukningu kolsýrunnar eða annarra efna í loftinu. En nú eru ný við- horf komin. Ýmis önnur efni en kolsýran fara nú hraðvaxandi í loftinu, súr köfnun- arefnissambönd mynduð við háhitabruna, mýraloft eða metangas sem fylgir ræktun- arumsvifum, og síðast en ekki síst brúsa- loftið, þrýstiloftið sem er notað í úðabrúsa og umfangsmikil kælikerfi í verksmiðj- um. Með svipuðu áframhaldi er talið, að fyrir miðja tuttugustu og fyrstu öldina hafi þetta allt saman hækkað lofthitann á jörðinni um 1,5 til 4,5 stig, en þá væri orðið hlýrra en nokkru sinni frá lokum ísaldar og þar með í tugþúsundir ára. Auðvitað kemur þessi hitun ekki alstaðar jafnt niður, og hún mun koma í bylgjum, með afturköstum, en að líkindum verður hún allt að því helmingi nieiri nærri heim- skautum. Slík hlýnun mundi hafa svo mikla röskun í för með sér, að þrátt fyrir staðbundinn bata á norðlægum slóðum mundi engin þjóð hagnast á þessum ósköpum, þegar upp væri staðið. Þess er að gæta, að þessar lofttegundir þurfa tíma til aö hita andrúmsloftið, og í þeirri aukningu sem nú þegar er orðin má teíja að felist talsvert meiri hlýnun en orðin er, jafnvel þótt nú þegar væri stöðv- uð aukning þessara lofttegunda. Af hlýnandi loftslagi hækkar sjávar- borð. Það hefur þegar gerst, en um miðja næstu öld verður sú hækkun trúlega orðin um 30 sentimetrar frá því sem nú er, en gæti þó jafnvel orðið hálfur annar metri. Það mundi færa láglendi í kaf og gæti eyðilagt uppsprettur neysluvatns með salt- mengun á þéttbýlum svæðum, til dæmis í Suður-Asíu. Fellibyljum kynni að fjölga og ferill þeirra gæti breyst. Eyðing skóga og rányrkj’a valda gróð- ureyðingu og uppblæstri og þar með minnkar sá hluti kolsýrunnar, sem er bundinn í gróðrinum og flyst upp í gufu- hvolfið. Þessi slæma meðferð á gróður- lendi jarðar veldur líka aukningu annarra lofttegunda, sem valda hlýnun, svo sem súrra köfnunarefnissambanda og mýra- loffs. Þetta var um lofttegundirnar sem við sleppum út í loftið og verða til þess að hita það. En þá er komið að annarri yfir- vofandi hættu. Það er skerðing ósonlags- ins. Þetta er reyndar sú hætta, sem fjöl- miðlum verður tíðræddast um, en oft rugla þeir henni saman við hlýnun loftslags. Þegar óson minnkar um eitt prósent, er talið, að það muni auka vissar tegundir húðkrabba um 4—6% vegna aukningar á útfjólublárri geislun. Og sér- staklega hafa menn áhyggjur af því að eyðing ósons hafi áhrif á ýmis náttúrleg lífkerfi. Á Toronto-fundinum töldu menn að óson hefði minnkað um 3% á tempruðum svæðum suðurhvels síðasta áratuginn, en á noröurhveli er haldið að skerðingin hafi verið minni. Óneitanlega ríkir nokkur óvissa um, hvort þessar mælingar eru 101

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.