Réttur


Réttur - 01.08.1988, Side 6

Réttur - 01.08.1988, Side 6
marktækar. Hitt eru menn ekki í vafa um, að klór-flúor-kolefnissamböndin í þrýstibrúsum hafa þau áhrif að eyða ós- oni. Þessi lofttegund er sannanlega mann- anna handaverk, og það væri því mikill ábyrgðarhluti að halda áfram að fram- leiða hana, enda er hún geysilega varan- leg, þegar hún hefur einu sinni verið mynduð. Auk þess er hún ákaflega virk í því að hita andrúmsloftið, veldur þannig tvenns konar skaða. Og nú. er komið að þriðju hættunni. Það er súrmengunin frá verksmiðjum og bílum. Hún hefur þegar valdið miklum skaða í stöðuvötnum, jarðvegi, plöntum, dýrum, skógum og fiskistofnum. Aðal- lega eru þetta súrefnissambönd brenni- steins og köfnunarefnis, en sum önnur efni af þessum uppruna valda Iíka tæringu á húsum og mannvirkjum. Oft berast þessi efni langar leiðir með vindum og valda jafnvel meiri skaða í öðrum löndum en þeim sem þau eru upprunnin frá. Eftir að hafa fjallað um allar þessar hættur vegna mengunar af manna völdum sneri fundurinn í Toronto sér að því, hvað hægt væri að gera til að veita viðnám. Það er vitnað í skýrslu Samein- uðu þjóðanna um tengsl afvopnunar og þróunar, en þar segir: Þjóðirnar eiga um tvennt að velja, að halda áfram vígbúnaðarkapphlaupinu með þeim ofsa sem hefur einkennt það, eða að snúa sér að því af ráðnum huga og með fumlausri atorku að tryggja stöðuga og markvissa efnahags- og þjóðfélagsþróun. Það er ekki hægt að gera hvorttveggja. Menn verða að sjá, að vígbúnaður og framþróun togast á, sérstaklega um fjármuni, en einnig um lífsskoðanir og af- stöðu. Hið sama gildir um það viðurhluta- mikla mál að vernda gufuhvolf jarðar fyr- ir þeim hættum sem að því steðja. Ófyrir- sjáanlegar og vanhugsaðar breytingar gætu vel gengið næst hernaðarvoðanum í því að ógna alþjóðlegu öryggi og hagsæld þjóðanna. Og vísindamennirnir og áhrifa- mennirnir í Toronto eru ómyrkir í máli um það hverjir eigi mesta sök á þessu. Það eru ríku iðnaðarþjóðirnar, sem hafa nóg að bíta og brenna, en áhrifin koma samt miklu þyngra niður á hinum fátæku. Það er þess vegna alþjóðleg skylda að sjá til þess að fátæku þjóðirnar fái haldið auðlindum sínum til lands og sjávar og fái tækifæri til efnahagsþróunar, m.a. vegna mikillar fólksfjölgunar í þeim löndum. Slíkar framkvæmdir hljóta að kalla á aukna orkunotkun í þróunarlöndunum, en því meiri nauðsyn er að draga úr henni hjá ríku þjóðunum. Mannkynið verður ekki aðeins að stöðva arðrán auðugu iðn- veldanna á fátæku löndunum, heldur þarf að snúa því fjármagnsstreymi við. Sam- tímis því sem dregið er úr þeim rangind- um sem ríkja í skiptum norðlægra og suð- lægra þjóða þarf að draga úr átökum austurs og vesturs, ef jörðin og íbúar hennar eiga að tryggja sér viðunandi framtíð. Hér er ekki rúm til að ræða allar þær ráðstafanir, sem Toronto-fundurinn legg- ur til að gerðar verði til að ná þessum markmiðum. En þær felast fyrst og fremst í öflugu alþjóðlegu samstarfi. Það er ekki talið mögulegt að bægja hættunum frá með skyndilegu átaki, heldur muni þurfa langa og þrautseiga baráttu. Fyrst þurfi að draga úr aukningu mengunarinnar en svo smám saman að minnka hana og hefta alveg að lokum. Það er talið raunsætt að reyna að draga úr kolsýruframleiðslu um 20% fram að árinu 2005. Þar bera iönaðarþjóðirnar mesta ábyrgðina. Það þarf að nýta orkuna betur, svo aö minna 102

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.